Fótbolti

Ensku landsliðsmennirnir glerfínir í HM-jakkafötunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theo Walcott, Emile Heskey, Matthew Upson og Steven Gerrard.
Theo Walcott, Emile Heskey, Matthew Upson og Steven Gerrard. Nordic Photos / Getty Images
Í dag voru kynnt HM-jakkaföt enska landsliðsins en hönnun þeirra þykir minna örlítið á jakkafötin sem leikmenn enska landsliðsins klæddust eftir að þeir urðu heimsmeistarar árið 1966.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari, er með tískuvitið í lagi og bað um hönnun sem líktist því tímabili.

Jakkafötin eru framleidd af Marks & Spencer-verslunarkeðjunni þar sem almenningur getur keypt sér eintak af jakkafötunum góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×