Fótbolti

Venables söng Elvis-lag á toppi O2-hallarinnar - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður ekki sagt annað um Venables en að hann sé að halda sér.
Það verður ekki sagt annað um Venables en að hann sé að halda sér.

Margar af skærustu stjörnum tónlistarheimsins hafa tekið lagið í O2-höllinni glæsilegu í London en engin þeirra hefur afrekað að syngja á toppi hallarinnar.

Það hefur Terry Venables, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, þó gert og það með miklum stæl.

Það verður ekkert stuðningsmannalag gert um enska landsliðið í ár eins og tíðkast hefur á síðustu stórmótum. Venables hefur því tekið að sér að gefa út lag sem á að hvetja enska landsliðið til dáða.

Lagið heitir "If I can Dream" og var upprunalega flutt af sjálfum Elvis Presley.

Það var slúðurblaðið The Sun sem stóð fyrir þessum merkilega viðburði á þaki hallarinnar og má sjá mögnuð myndbönd af uppákomunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×