Innlent

Festi tána í trépalli: Vinirnir deila á seinagang lögreglu

Vinir stráksins losuðu hann með því að beita kúbeini á pallinn.
Vinir stráksins losuðu hann með því að beita kúbeini á pallinn.

Eins og greint var frá hér á Vísi í morgun varð uppi fótur og fit í sumarbústað einum í Hrunamannahreppi í nótt þegar piltur festi tána á sér í trépalli við bústaðinn. Vinir piltsins sem voru með honum í bústaðnum til þess að fagna próflokum höfðu hins vegar samband við fréttastofu en þau eru ekki ánægð með viðbrögð lögreglu í málinu.

Þau hringdu á lögregluna um leið og ljóst var að pilturinn gæti sig hvergi hreyft. Það liðu hins vegar rúmar tvær klukkustundir þangað til lögreglan mætti á svæðið. Þá hafði unga fólkið löngu gefist upp á biðinni og gripið til sinna ráða. Þau fundu kúbein í bústaðnum og losuðu strákinn úr prísund sinni.

Þegar lögregla kom loks á staðinn var pilturinn þegar á leið á slysavarðstofuna en einn félagi hans keyrði hann í bæinn. Hann mun hafa brákast á tánni.






Tengdar fréttir

Fékk sér í aðra tána og festi hana

Lögreglunni á Selfossi barst í nótt beiðni um aðstoð við stálpaðan ungling,sem hafði fest tá í trépalli umhverfis heitann pott við sumarbústað í Hrunamannahreppi, og gat sig hvergi hreyft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×