Lífið

Englarnir í sjónvarpið

Leikkonan Drew Barrymore vill endurgera sjónvarpsþættina Charlie´s Angels.
Leikkonan Drew Barrymore vill endurgera sjónvarpsþættina Charlie´s Angels.
Leikkonan Drew Barrymore ætlar að endurgera sjónvarpsþættina Charlie"s Angels. Barrymore lék í tveimur kvikmyndum byggðum á þáttunum sem nutu mikilla vinsælda á áttunda áratugnum. Núna vill hún leikstýra nýjum sjónvarpsþáttum og er þessa dagana að leita að þremur hörkukvendum til að leika englana þrjá.

„Þær verða að vera í ótrúlega góðu formi en mega ekki taka sjálfar sig of alvarlega. Það er erfitt að finna þannig blöndu,“ sagði Barry­more. McG, sem leikstýrði báðum Charlie"s Angels-myndunum, verður ráðgjafi við gerð sjónvarpsþáttanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.