Innlent

Í gæsluvarðhald vegna gruns um 300 milljón króna fjársvik

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum fjársvikara.
Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum fjársvikara.

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum.

Maðurinn hefur haft frumkvæði að því að hafa samband við einstaklinga og boðist til að ávaxta fé þeirra, gjarna með einhverskonar gjaldeyrisviðskiptum eða með því að aðstoða hann við að losa um innistæður sem hann hefur borið að eiga í erlendri mynt á reikningum í bönkum í útlöndum.

Í öllum tilvikum hefur maðurinn boðið mjög ríflegan hagnað fyrir viðkomandi samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra.

Maðurinn virðist hafa játað brot sitt að hluta til þegar hann var handtekinn. Rannsókn málsins er umfangsmikil. Færslur tengdar reikningunum skipta þúsundum og yfirheyra þarf að minnsta kosti 90 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×