Innlent

Skrifað undir skjöl til VÍS með músinni

Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs VÍS notar tölvumúsina til að staðfesta móttöku skjals með undirskrift sinni. Með henni á myndinni er Þórir Már Einarsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs.
Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs VÍS notar tölvumúsina til að staðfesta móttöku skjals með undirskrift sinni. Með henni á myndinni er Þórir Már Einarsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs.
VÍS er nú að innleiða breytingar sem gera viðskiptavinum félagsins kleift að fylla út og undirrita á netinu tjónstilkynningar og önnur form sem þeir þurfa að senda félaginu. Allir viðskiptavinir VÍS sem eru með nettengingu og tölvupóst geta nýtt sér þessa tækni án nokkurs aukabúnaðar, segir í tilkynningu.

VÍS er fyrsta íslenska þjónustufyrirtækið sem gerir viðskiptavinum kleift að nota músina til að skrifa undir skjöl á netinu, án þess að þurfa sérstaka kortalesara fyrir rafræn skilríki. Fyrstu eyðublöðin sem bjóða upp á þennan valkost eru þegar komin á heimasíðu félagsins og á næstu vikum verður unnið að því að útbúa algengustu tilkynningaeyðublöð og form þannig að hægt verði að skila þeim til félagsins í gegnum netið á þennan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×