Vonar að samkomulag takist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 13:05 Jóhanna Sigurðardóttir vonar að samkomulag náist fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mynd/ GVA. Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira