Innlent

Landssamband veiðifélaga vilja ekki afnema vatnalögin

Landssamband veiðifélaga mótmælir fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um afnám vatnalaga frá 2006.

Aðalfundur félagsins ályktaði að þær hugmyndir sem iðnaðarráherra viðraði á Alþingi um nýja löggjöf beinast gegn viðurkenndum eignarrétti landeigenda á vatni, segir í tilkynningu.

Sambandið skorar á Alþingi að virða stjórnarskrárbundinn eignarétt á vatni, eins og dómstólar landsins hafa mótað hann á grundivelli vatnalaganna frá 1923.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×