„Íbúum Skagastrandar fjölgaði um 21 prósent á síðasta ári miðað við þá 108 listamenn sem bjuggu í bænum á vegum Ness listamiðstöðvar. Miklu munar um þá 173 listamenn sem til Skagastrandar hafa komið frá upphafi,“ segir á skagastrond.is.
Fyrstu erlendu gestalistamennirnir komu árið 2008. „Listin hefur mikil og ótvírætt góð áhrif á sveitarfélagið, til dæmis rekstur þjónustufyrirtækja svo sem matvöruverslunar, veitingastaðar, kaffihúss og svo framvegis. Vonir standa til að enn fleiri listamenn komi á þessu ári, jafnvel um 140 manns,“ segir á skagastrond.is - gar
Vonast eftir 140 listamönnum
