Rætt við fleiri en eina ríkisstjórn um að miðla málum Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2010 21:17 Ríkisstjórnin er enn að fara yfir stöðu mála í Icesavemálinu. Mynd/ GVA. Ríkisstjórnin hefur átt í viðræðum við fleiri en eina ríkisstjórn varðandi milligöngu í að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu um Icesave. Líklegast er að útlendur sáttasemjari komi frá Noregi, verði að nýjum viðræðum. Miklar þreifingar hafa átt sér stað undanfarna daga milli íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda um möguleikana á því að aftur verði sest að samningaborði um Icesave. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur verið leitað til fleiri en einnrar ríkisstjórnar annarra ríkja í þessum þreifingum, til að reyna að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu. En nýjar viðræður hefjast ekki án samþykkis þeirra. Komi til þess leggja viðsemjendur Íslendinga áherslu á að breið pólitísk samstaða náist um framgang málsins á Íslandi. Að því gefnu að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi nái samkomulagi um skipan nýrrar samninganefndar, er gengið út frá því að erlendur sáttasemjari fari fyrir nefndinni. Þar hafa engin nöfn verið nefnd sem líklegri en önnur, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er talið líklegt að slíkur einstaklingur kæmi frá Noregi. Samstaða yrði að vera meðal þjóðanna um þann einstakling. En Norðmenn hafa áður gerst sáttasemjarar í deilum Íslendinga og Breta í fiskveiðideilum þeirra. Þá hafa Norðmenn reynst Íslendingum skilningsríkir í því ástandi sem nú er, en það gæti aftur dregið úr trúnaði Breta og Hollendinga á norskum sáttasemjara. Forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að hún vildi fá niðurstöðu á næstu dögum um hvort að nýjum samningaviðræðum gæti orðið. Því má búast við að það liggi fyrir á næstu dögum. Stjórnarandstaðan myndi þá væntanlega hafa eitthvað um það að segja hverjir yrðu skipaðir í nefndina og ef að viðræðum verður eru líkur á að seinni Icesavelögin yrðu felld úr gildi og hætt við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur átt í viðræðum við fleiri en eina ríkisstjórn varðandi milligöngu í að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu um Icesave. Líklegast er að útlendur sáttasemjari komi frá Noregi, verði að nýjum viðræðum. Miklar þreifingar hafa átt sér stað undanfarna daga milli íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda um möguleikana á því að aftur verði sest að samningaborði um Icesave. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur verið leitað til fleiri en einnrar ríkisstjórnar annarra ríkja í þessum þreifingum, til að reyna að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu. En nýjar viðræður hefjast ekki án samþykkis þeirra. Komi til þess leggja viðsemjendur Íslendinga áherslu á að breið pólitísk samstaða náist um framgang málsins á Íslandi. Að því gefnu að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi nái samkomulagi um skipan nýrrar samninganefndar, er gengið út frá því að erlendur sáttasemjari fari fyrir nefndinni. Þar hafa engin nöfn verið nefnd sem líklegri en önnur, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er talið líklegt að slíkur einstaklingur kæmi frá Noregi. Samstaða yrði að vera meðal þjóðanna um þann einstakling. En Norðmenn hafa áður gerst sáttasemjarar í deilum Íslendinga og Breta í fiskveiðideilum þeirra. Þá hafa Norðmenn reynst Íslendingum skilningsríkir í því ástandi sem nú er, en það gæti aftur dregið úr trúnaði Breta og Hollendinga á norskum sáttasemjara. Forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að hún vildi fá niðurstöðu á næstu dögum um hvort að nýjum samningaviðræðum gæti orðið. Því má búast við að það liggi fyrir á næstu dögum. Stjórnarandstaðan myndi þá væntanlega hafa eitthvað um það að segja hverjir yrðu skipaðir í nefndina og ef að viðræðum verður eru líkur á að seinni Icesavelögin yrðu felld úr gildi og hætt við þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira