Innlent

Ekki útilokað að öskufall verði í Vestmannaeyjum

Kortið sýnir spá Veðurstofu Íslands um hugsanlegt öskufall. Mynd / Veðurstofa Íslands
Kortið sýnir spá Veðurstofu Íslands um hugsanlegt öskufall. Mynd / Veðurstofa Íslands

Það hefur verið jafn gangur á gosinu í allan dag og lítið breyst samkvæmt Víði Reynissyni, deildarstjóra almannavarna.

Hann segir vindáttina hinsvegar vera að breytast í kvöld. Hún verður norðvestlæg þegar líður á kvöldið og gosmökkurinn liggur því til suðausturs í nótt. Því mun hann leita yfir Álftaver, Mýrdal og síðan Austur Eyjafjöll.

Á morgun leggst mökkurinn til suðurs yfir Eyjafjöll samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Mökkurinn mun líklega ekki ná lengra en til vesturs en ekki er útilokað að hann nái til Vestmannaeyja.

Að öðru leytinu til ætti að vera léttskýjað. Þá mun sjást vel til gosmakkarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×