Innlent

324 þúsund heimsótt íslenska skálann

Gestir í íslenska skálanum eru tæplega 12.000 á degi hverjum.
Gestir í íslenska skálanum eru tæplega 12.000 á degi hverjum.
Gestafjöldi íslenska skálans á heimsýningunni í Shanghai fór fram úr íbúafjölda íslensku þjóðarinnar á sunnudaginn. Landsmenn telja, samkvæmt nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands, tæplega 317.630 manns. Nú þegar hafa 323.759 manns heimsótt skálann á tæpum mánuði en sýningin opnaði 1. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Milli 350 og 500 þúsund gestir heimsækja heimsýninguna daglega. Gestir í íslenska skálanum eru tæplega 12.000 á degi hverjum en stöðug röð er fyrir utan skálann og færri komast að en vilja, segir í tilkynningu.

Þátttaka Íslands á sýningunni vekur enn mikla athygli og umtalsverða umfjöllun í kínverskum fjölmiðlum. Áhugi fjölmiðla leiðir til þess að upplýsingar um Ísland og íslenska hagsmuni berast til hundruða milljóna kínverskra áhorfenda og lesenda, segir í tilkynningu.

Í júní mun íslenska þátttakan leggja sérstaka áherslu á að kynna áfangastaðinn Ísland fyrir kínverskum ferðamönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×