Innlent

50 metrar á sekúndu í snörpustu hviðunum

MYND/Úr safni

Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út í gærkvöldi á svæðinu allt frá Landeyjum, vestur um Suðurnesin, höfuðborgarsvæðið um Borgarfjörð og allt vestur til Patreksfjarðar á Vestfjörðum. Þrátt fyrir fjölmörg viðfangsefni sveitanna vegna óveðursins, varð hvergi mikið tjón nema hvað hlaða fauk á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu.

Víða mátti þó minnstu muna að verr færi. Að sögn lögreglumanna hér og þar, virðist sem fólk hafi almennt búið sig vel undir óveðrið og fest lausamuni, því minna var um fok nú, en oft hefur verið í álíka vindi, en hann fór sumstaðar upp í 50 metra á sekúndu í snörpustu hviðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×