Innlent

Tveir Frakkar sluppu með skrekkinn

Tveir franskir ferðamenn sluppu ótrúlega lítið meiddir, að mati lögreglu, þegar tengivagn aftan úr dráttarbíl, lenti á litlum fólksbíl þeirra á Grindavíkurvegi á móts við Seltjörn á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Annað framhorn vagnsins fór nánast yfir bílinn áður en hann valt. Frakkarnir komust af sjálfdáðum út úr flakinu og voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þaðan sem þeir voru útskrifaðir eftir aðhlynningu. Talið er að vindhviða hafi feykt tengivagninum um koll, en sjálfur dráttarbíllinn hélst á réttim kili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×