Innlent

Braut nálgunarbann gagnvart dóttur sinni

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og að brjóta nálgunarbann gagnvart dóttur sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að ryðjast að kvöldi sunnudagsins 28. júní 2009 í heimildarleysi inn í íbúðarhúsnæði barnsmóður hans og slá til hennar þegar hún reyndi að varna því þegar hann reyndi að hafa dóttur þeirra á brott með sér.

Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í nálgunarbann sem hann braut þegar hann hafði samband við dóttur sína í ágúst og september sama ár með því að senda henni níu tölvupósta.

Þegar málið var þingfest í byrjun þessa mánaðar var ákæra sem laut að tilraun til líkamsárásar dregin til baka. Maðurinn játaði brot sín eftir þá breytingu. Þar sem hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað þótti 30 daga skilorðsbundinn dómur hæfilegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×