Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega 25. mars 2010 09:56 Marta Guðjónsdóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Mynd / Gunnar V. Andrésson „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar," segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að nú fer Fjölskylduhjálp fram á vottorð frá Félagsþjónustu Reykjavíkur vilji útlendingar, sem koma oftar en einu sinni í mánuði, fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Ástæðan er, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar, að ásókn útlendinga sé svo mikil að það bitni á Íslendingum. „Á meðan Reykjavíkurborg styrkir Fjölskylduhjálp þá má ekki mismuna fólki vegna uppruna," segir Marta en Mannréttindaráð mun funda um málið klukkan ellefu í dag. Marta segir að það þurfi skýrar reglur varðandi matarúthlutanir og hefur vissan skilning á framkvæmd Fjölskylduhjálpar en áréttar að allir verði að sitja við sama borð. Það verði ekki gert öðruvísi en með skýrum reglum. „Ég lít þetta mál alvarlegum augum," segir Marta sem finnst mismununin helst í ætt við aðskilnaðarstefnuna sem lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Búast má við bókun vegna málsins hjá fundi Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í hádeginu í dag en eins og áður hefur komið fram þá styrkir borgin Fjölskylduhjálp. Tengdar fréttir Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
„Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar," segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að nú fer Fjölskylduhjálp fram á vottorð frá Félagsþjónustu Reykjavíkur vilji útlendingar, sem koma oftar en einu sinni í mánuði, fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Ástæðan er, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar, að ásókn útlendinga sé svo mikil að það bitni á Íslendingum. „Á meðan Reykjavíkurborg styrkir Fjölskylduhjálp þá má ekki mismuna fólki vegna uppruna," segir Marta en Mannréttindaráð mun funda um málið klukkan ellefu í dag. Marta segir að það þurfi skýrar reglur varðandi matarúthlutanir og hefur vissan skilning á framkvæmd Fjölskylduhjálpar en áréttar að allir verði að sitja við sama borð. Það verði ekki gert öðruvísi en með skýrum reglum. „Ég lít þetta mál alvarlegum augum," segir Marta sem finnst mismununin helst í ætt við aðskilnaðarstefnuna sem lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Búast má við bókun vegna málsins hjá fundi Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í hádeginu í dag en eins og áður hefur komið fram þá styrkir borgin Fjölskylduhjálp.
Tengdar fréttir Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00