Fegurðardrottningar ósáttar við undirfatasýningu 2. mars 2010 06:00 Á gráu svæði? <B>Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir</B> og <B>Manúela Ósk </B>eru sammála um að undirfatasýningin í Ungfrú Reykjavík hafi ekki verið keppninni til framdráttar. <B>Magdalena Dubik</B> segir hana hafa verið djarfari en undanfarin ár; hún var ekki viss um hvort hún hefði tekið þátt í slíku á sínum tíma. Arnar Laufdal, sem skipuleggur fegurðarsamkeppnirnar, segir að sér hafi ekki þótt þetta of gróft. Stúlkurnar voru í undirfötum frá La Senza. Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir, sem var ungfrú Reykjavík 2008, gagnrýnir undirfatamyndband sem þátttakendur í Ungfrú Reykjavík 2010 voru látnir taka þátt í fyrir undirfataframleiðandann La Senza. Hún segir undirfatasýninguna sjálfa hafa verið á gráu svæði. „Ég var í pínulitlu sjokki og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu," segir Aðalbjörg Ósk en Manúela Ósk Steinsson, fyrrverand Ungfrú Ísland, ræddi þetta fyrst á bloggi sínu á laugardaginn. Manúela var harðorð í garð skipuleggjanda keppninnar: „Ef ég hefði átt að koma fram í svona múnderingu á sínum tíma, þá hefði ég sleppt því að keppa! … tilhugsunin um að spranga um sviðið eins og erótískur dansari með afa minn og ömmu í salnum - ehhh, ég held ekki! Hvar er klassinn??" Aðalbjörg segist ekki hafa vitað hvort umrætt myndband, sem hægt er að sjá á Youtube, væri grín þegar það rann yfir skjáinn. „Myndavélarnar beindu sjónum sínum að brjóstunum og rössunum á stelpunum, þetta var mjög óviðeigandi. Ef mér hefði verið sagt að ég ætti að vera í g-streng og láta gera eitthvert myndband af mér í rólu þá hefði ég sagt nei takk," segir Aðalbjörg og bætir því við að henni finnist þetta í raun lítilsvirða hefðina á bakvið keppnir á borð við þessa sem gangi út á hina „elegant" konu. „Ég veit eiginlega ekki hvert þessi keppni er að stefna, verður þetta bara orðin einhver drasl-titill eftir tíu ár?" spyr Aðalbjörg. Magdalena Dubik krýndi arftaka sinn á Hótel Íslandi á föstudagskvöldið. Hún var sammála því að undirfatasýningin hefði verið með djarfara móti og var ekki alveg viss um hvort hún sjálf hefði látið sjá sig í þeim efnislitla klæðnaði sem sumar stúlkurnar klæddust. „Ég skil sjónarmið þeirra Aðalbjargar og Manúelu, undirfatasýningin var vissulega öðruvísi en hún hefur hingað til verið. Stundum hefur þessi sýning verið gagnrýnd fyrir að vera of lítið sexí, þetta er hárfín lína og vissulega voru þetta engin Hagkaups-undirföt. Mér fannst þetta flott sýning en síðan er það bara spurning hvort þetta eigi heima í þessari keppni." Arnari Laufdal, sem hefur veg og vanda af keppninni, fannst sýningin ekki of gróf. „Mörgum finnst það of gróft þegar keppendur koma fram á bikiníi, mér finnst bara fínt að fólk skuli hafa skoðanir á þessu," segir Arnar. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir, sem var ungfrú Reykjavík 2008, gagnrýnir undirfatamyndband sem þátttakendur í Ungfrú Reykjavík 2010 voru látnir taka þátt í fyrir undirfataframleiðandann La Senza. Hún segir undirfatasýninguna sjálfa hafa verið á gráu svæði. „Ég var í pínulitlu sjokki og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu," segir Aðalbjörg Ósk en Manúela Ósk Steinsson, fyrrverand Ungfrú Ísland, ræddi þetta fyrst á bloggi sínu á laugardaginn. Manúela var harðorð í garð skipuleggjanda keppninnar: „Ef ég hefði átt að koma fram í svona múnderingu á sínum tíma, þá hefði ég sleppt því að keppa! … tilhugsunin um að spranga um sviðið eins og erótískur dansari með afa minn og ömmu í salnum - ehhh, ég held ekki! Hvar er klassinn??" Aðalbjörg segist ekki hafa vitað hvort umrætt myndband, sem hægt er að sjá á Youtube, væri grín þegar það rann yfir skjáinn. „Myndavélarnar beindu sjónum sínum að brjóstunum og rössunum á stelpunum, þetta var mjög óviðeigandi. Ef mér hefði verið sagt að ég ætti að vera í g-streng og láta gera eitthvert myndband af mér í rólu þá hefði ég sagt nei takk," segir Aðalbjörg og bætir því við að henni finnist þetta í raun lítilsvirða hefðina á bakvið keppnir á borð við þessa sem gangi út á hina „elegant" konu. „Ég veit eiginlega ekki hvert þessi keppni er að stefna, verður þetta bara orðin einhver drasl-titill eftir tíu ár?" spyr Aðalbjörg. Magdalena Dubik krýndi arftaka sinn á Hótel Íslandi á föstudagskvöldið. Hún var sammála því að undirfatasýningin hefði verið með djarfara móti og var ekki alveg viss um hvort hún sjálf hefði látið sjá sig í þeim efnislitla klæðnaði sem sumar stúlkurnar klæddust. „Ég skil sjónarmið þeirra Aðalbjargar og Manúelu, undirfatasýningin var vissulega öðruvísi en hún hefur hingað til verið. Stundum hefur þessi sýning verið gagnrýnd fyrir að vera of lítið sexí, þetta er hárfín lína og vissulega voru þetta engin Hagkaups-undirföt. Mér fannst þetta flott sýning en síðan er það bara spurning hvort þetta eigi heima í þessari keppni." Arnari Laufdal, sem hefur veg og vanda af keppninni, fannst sýningin ekki of gróf. „Mörgum finnst það of gróft þegar keppendur koma fram á bikiníi, mér finnst bara fínt að fólk skuli hafa skoðanir á þessu," segir Arnar. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira