Innlent

Dofri kominn upp yfir séra Bjarna

Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi.
Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi.

Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi, færðist upp um eitt sæti þegar tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar voru birtar nú rétt eftir klukkan sjö. Þegar fyrstu tölur voru lesnar klukkan sex var hann í sjötta sæti og séra Bjarni Karlsson í því fimmta. Röð efstu manna er að öðru leyti óbreytt. Talinn hafa verið 2212 atkvæði.

1. Dagur B. Eggertsson 1652

2. Oddný Sturludóttir 722

3. Björk Vilhelmsdóttir 791

4. Hjálmar Sveinsson 779

5. Dofri Hermannson 918

6. Bjarni Karlsson 1036

7. Sigrún Elsa Smáradóttir 1106

8. Margrét Sverrisdóttir 1127


Tengdar fréttir

Sigrún Elsa í sjöunda sæti - Oddný í öðru

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi, sem sóttist eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík er 7. sæti þegar rúmlega 23% atkvæða hafa verið talinn. Samfylkingin fékk fjóra borgarfulltrúa kjörna í kosningunum fyrir fjórum árum. Þrír borgarfulltrúar raða sér í efstu þrjú sætin. Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður, og séra Bjarni Karlsson koma næstir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×