Bækur seljast fyrir fimm milljarða í ár 23. desember 2010 06:00 „Við sjáum engin merki þess að bókasala sé að minnka," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, um söluna í ár. Gert er ráð fyrir því að velta bókaársins verði í samræmi við síðustu ár, í kringum 4,7 til 4,8 milljarðar króna. „Í ár koma út miklu fleiri bækur en í fyrra. Ég veit til dæmis að hjá Forlaginu voru gefnar út sextíu nýjar kiljur á árinu. Það er mjög mikil aukning frá árinu 2009, í öllum útgáfum. Það var til dæmis kvartað undan því í fyrra að það væri lítið af barnabókum, bæði innlendum og þýddum. Þetta snerist alveg við núna," segir Kristján. Aldrei hafa verið gefin út jafn mörg íslensk skáldverk og í ár. Tvær og hálf milljón bóka eru keyptar hér á landi ár hvert, sem jafngildir um átta bókum á hvern Íslending. Kristján segir metsölubækur hafa selst í mjög stórum upplögum fyrir jólin. „Menn þurfa að hafa farið vel yfir fimm þúsund eintök til að komast inn á topp tíu. Þessar efstu bækur hafa allar farið yfir tíu þúsund eintök. Arnaldur, að mér skilst á Forlaginu, hefur aldrei selst jafn vel og Yrsa ekki heldur." Bók Arnaldar Indriðasonar hefur selst í tæplega þrjátíu þúsund eintökum og Yrsu Sigurðardóttur í sextán þúsund eintökum. Bækurnar sem koma á eftir söluhæstu bókunum seljast í sjö til níu þúsund eintökum. „Það eru kannski fimmtán titlar allt í allt sem fara yfir fimm þúsund eintök. Það er í sjálfu sér rosa fínt og gefur ástæðu til ákveðinnar bjartsýni," segir Kristján. Hann segir alltaf sveiflur í smekk fólks á bókum. „Í fyrra voru mikið áberandi sjálfshjálparbækur, þær eru ekki í tísku í ár en í staðinn koma kannski matreiðslubækur. Við sjáum þrjá, fjóra titla ganga mjög vel og það ber mikið á þeim. Þessar hnakkabækur, eins og Gillz og Tobba, eiga líka upp á pallborðið núna," segir Kristján. „Bókin sem vara höfðar til mjög breiðs hóps, ekki bara einhverrar elítu sem les bækur, kaupir bækur og gefur bækur. Það var það sem alltaf bjó að baki, að breikka vöruúrvalið, að fá fleiri lesendur og fá bækur sem höfða til sem flestra. Að það skuli vera að takast er frábært. Ég sé fullt af jákvæðum teiknum í þessari vertíð." - þeb Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Við sjáum engin merki þess að bókasala sé að minnka," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, um söluna í ár. Gert er ráð fyrir því að velta bókaársins verði í samræmi við síðustu ár, í kringum 4,7 til 4,8 milljarðar króna. „Í ár koma út miklu fleiri bækur en í fyrra. Ég veit til dæmis að hjá Forlaginu voru gefnar út sextíu nýjar kiljur á árinu. Það er mjög mikil aukning frá árinu 2009, í öllum útgáfum. Það var til dæmis kvartað undan því í fyrra að það væri lítið af barnabókum, bæði innlendum og þýddum. Þetta snerist alveg við núna," segir Kristján. Aldrei hafa verið gefin út jafn mörg íslensk skáldverk og í ár. Tvær og hálf milljón bóka eru keyptar hér á landi ár hvert, sem jafngildir um átta bókum á hvern Íslending. Kristján segir metsölubækur hafa selst í mjög stórum upplögum fyrir jólin. „Menn þurfa að hafa farið vel yfir fimm þúsund eintök til að komast inn á topp tíu. Þessar efstu bækur hafa allar farið yfir tíu þúsund eintök. Arnaldur, að mér skilst á Forlaginu, hefur aldrei selst jafn vel og Yrsa ekki heldur." Bók Arnaldar Indriðasonar hefur selst í tæplega þrjátíu þúsund eintökum og Yrsu Sigurðardóttur í sextán þúsund eintökum. Bækurnar sem koma á eftir söluhæstu bókunum seljast í sjö til níu þúsund eintökum. „Það eru kannski fimmtán titlar allt í allt sem fara yfir fimm þúsund eintök. Það er í sjálfu sér rosa fínt og gefur ástæðu til ákveðinnar bjartsýni," segir Kristján. Hann segir alltaf sveiflur í smekk fólks á bókum. „Í fyrra voru mikið áberandi sjálfshjálparbækur, þær eru ekki í tísku í ár en í staðinn koma kannski matreiðslubækur. Við sjáum þrjá, fjóra titla ganga mjög vel og það ber mikið á þeim. Þessar hnakkabækur, eins og Gillz og Tobba, eiga líka upp á pallborðið núna," segir Kristján. „Bókin sem vara höfðar til mjög breiðs hóps, ekki bara einhverrar elítu sem les bækur, kaupir bækur og gefur bækur. Það var það sem alltaf bjó að baki, að breikka vöruúrvalið, að fá fleiri lesendur og fá bækur sem höfða til sem flestra. Að það skuli vera að takast er frábært. Ég sé fullt af jákvæðum teiknum í þessari vertíð." - þeb
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira