Bækur seljast fyrir fimm milljarða í ár 23. desember 2010 06:00 „Við sjáum engin merki þess að bókasala sé að minnka," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, um söluna í ár. Gert er ráð fyrir því að velta bókaársins verði í samræmi við síðustu ár, í kringum 4,7 til 4,8 milljarðar króna. „Í ár koma út miklu fleiri bækur en í fyrra. Ég veit til dæmis að hjá Forlaginu voru gefnar út sextíu nýjar kiljur á árinu. Það er mjög mikil aukning frá árinu 2009, í öllum útgáfum. Það var til dæmis kvartað undan því í fyrra að það væri lítið af barnabókum, bæði innlendum og þýddum. Þetta snerist alveg við núna," segir Kristján. Aldrei hafa verið gefin út jafn mörg íslensk skáldverk og í ár. Tvær og hálf milljón bóka eru keyptar hér á landi ár hvert, sem jafngildir um átta bókum á hvern Íslending. Kristján segir metsölubækur hafa selst í mjög stórum upplögum fyrir jólin. „Menn þurfa að hafa farið vel yfir fimm þúsund eintök til að komast inn á topp tíu. Þessar efstu bækur hafa allar farið yfir tíu þúsund eintök. Arnaldur, að mér skilst á Forlaginu, hefur aldrei selst jafn vel og Yrsa ekki heldur." Bók Arnaldar Indriðasonar hefur selst í tæplega þrjátíu þúsund eintökum og Yrsu Sigurðardóttur í sextán þúsund eintökum. Bækurnar sem koma á eftir söluhæstu bókunum seljast í sjö til níu þúsund eintökum. „Það eru kannski fimmtán titlar allt í allt sem fara yfir fimm þúsund eintök. Það er í sjálfu sér rosa fínt og gefur ástæðu til ákveðinnar bjartsýni," segir Kristján. Hann segir alltaf sveiflur í smekk fólks á bókum. „Í fyrra voru mikið áberandi sjálfshjálparbækur, þær eru ekki í tísku í ár en í staðinn koma kannski matreiðslubækur. Við sjáum þrjá, fjóra titla ganga mjög vel og það ber mikið á þeim. Þessar hnakkabækur, eins og Gillz og Tobba, eiga líka upp á pallborðið núna," segir Kristján. „Bókin sem vara höfðar til mjög breiðs hóps, ekki bara einhverrar elítu sem les bækur, kaupir bækur og gefur bækur. Það var það sem alltaf bjó að baki, að breikka vöruúrvalið, að fá fleiri lesendur og fá bækur sem höfða til sem flestra. Að það skuli vera að takast er frábært. Ég sé fullt af jákvæðum teiknum í þessari vertíð." - þeb Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Við sjáum engin merki þess að bókasala sé að minnka," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, um söluna í ár. Gert er ráð fyrir því að velta bókaársins verði í samræmi við síðustu ár, í kringum 4,7 til 4,8 milljarðar króna. „Í ár koma út miklu fleiri bækur en í fyrra. Ég veit til dæmis að hjá Forlaginu voru gefnar út sextíu nýjar kiljur á árinu. Það er mjög mikil aukning frá árinu 2009, í öllum útgáfum. Það var til dæmis kvartað undan því í fyrra að það væri lítið af barnabókum, bæði innlendum og þýddum. Þetta snerist alveg við núna," segir Kristján. Aldrei hafa verið gefin út jafn mörg íslensk skáldverk og í ár. Tvær og hálf milljón bóka eru keyptar hér á landi ár hvert, sem jafngildir um átta bókum á hvern Íslending. Kristján segir metsölubækur hafa selst í mjög stórum upplögum fyrir jólin. „Menn þurfa að hafa farið vel yfir fimm þúsund eintök til að komast inn á topp tíu. Þessar efstu bækur hafa allar farið yfir tíu þúsund eintök. Arnaldur, að mér skilst á Forlaginu, hefur aldrei selst jafn vel og Yrsa ekki heldur." Bók Arnaldar Indriðasonar hefur selst í tæplega þrjátíu þúsund eintökum og Yrsu Sigurðardóttur í sextán þúsund eintökum. Bækurnar sem koma á eftir söluhæstu bókunum seljast í sjö til níu þúsund eintökum. „Það eru kannski fimmtán titlar allt í allt sem fara yfir fimm þúsund eintök. Það er í sjálfu sér rosa fínt og gefur ástæðu til ákveðinnar bjartsýni," segir Kristján. Hann segir alltaf sveiflur í smekk fólks á bókum. „Í fyrra voru mikið áberandi sjálfshjálparbækur, þær eru ekki í tísku í ár en í staðinn koma kannski matreiðslubækur. Við sjáum þrjá, fjóra titla ganga mjög vel og það ber mikið á þeim. Þessar hnakkabækur, eins og Gillz og Tobba, eiga líka upp á pallborðið núna," segir Kristján. „Bókin sem vara höfðar til mjög breiðs hóps, ekki bara einhverrar elítu sem les bækur, kaupir bækur og gefur bækur. Það var það sem alltaf bjó að baki, að breikka vöruúrvalið, að fá fleiri lesendur og fá bækur sem höfða til sem flestra. Að það skuli vera að takast er frábært. Ég sé fullt af jákvæðum teiknum í þessari vertíð." - þeb
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent