N1 situr uppi með tíu þúsund eintök 30. desember 2010 10:00 Báðar bækurnar, Jónína Ben. og Stormurinn, fjölluðu um hrunið að einhverju leyti. Þær náðu hins vegar ekki hylli lesenda og Hermann Guðmundsson og olíufélagið N1 sitja uppi með tæp tíu þúsund eintök. „Þetta var góður skóli. Við munum auðvitað læra af þessu og horfa í aðferðafræðina. Við ætlum að endurtaka leikinn, vera þá með fleiri titla," segir Hermann Guðmundsson, forstjóri olíufélagsins N1. Félagið hugðist hasla sér völl á hinum sívinsæla jólabókamarkaði og keypti dreifingarréttinn að tveimur ævisögum fyrir jólin: Storminn eftir Björgvin G. Sigurðsson og Jónínu Ben. eftir Sölva Tryggvason. Menn voru stórhuga og létu prenta sautján þúsund eintök, tíu þúsund af Jónínu og sjö þúsund af Björgvini. Í gær rann síðan stóra stundin upp þegar listi yfir mest seldu bækur ársins var birtur og þar er Björgvin hvergi sjáanlegur á neinum listum, Jónína er hins vegar fjórða mest selda ævisagan og situr í 19. sæti á heildarlistanum yfir árið. Hermanni taldist svo til að Jónína hefði selst í fimm þúsund eintökum en Björgvin í 2.400. N1 situr því uppi með tæp tíu þúsund eintökum af þessum tveimur bókum. „Við eigum náttúrlega eftir að fá inn skilatölur og skoðum þetta þá en við eigum eftir nóg af eintökum, það er alveg ljóst. Við munum reyna að selja þetta til vors og svo verður restinni væntanlega bara fargað." Hermann er samt rólegur yfir þessu og segir bókasöluna agnarsmáan hluta af heildarveltu fyrirtækisins. „Þetta er álíka hátt hlutfall og er stolið af bensíni hjá okkur á hverju ári."- fgg Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
„Þetta var góður skóli. Við munum auðvitað læra af þessu og horfa í aðferðafræðina. Við ætlum að endurtaka leikinn, vera þá með fleiri titla," segir Hermann Guðmundsson, forstjóri olíufélagsins N1. Félagið hugðist hasla sér völl á hinum sívinsæla jólabókamarkaði og keypti dreifingarréttinn að tveimur ævisögum fyrir jólin: Storminn eftir Björgvin G. Sigurðsson og Jónínu Ben. eftir Sölva Tryggvason. Menn voru stórhuga og létu prenta sautján þúsund eintök, tíu þúsund af Jónínu og sjö þúsund af Björgvini. Í gær rann síðan stóra stundin upp þegar listi yfir mest seldu bækur ársins var birtur og þar er Björgvin hvergi sjáanlegur á neinum listum, Jónína er hins vegar fjórða mest selda ævisagan og situr í 19. sæti á heildarlistanum yfir árið. Hermanni taldist svo til að Jónína hefði selst í fimm þúsund eintökum en Björgvin í 2.400. N1 situr því uppi með tæp tíu þúsund eintökum af þessum tveimur bókum. „Við eigum náttúrlega eftir að fá inn skilatölur og skoðum þetta þá en við eigum eftir nóg af eintökum, það er alveg ljóst. Við munum reyna að selja þetta til vors og svo verður restinni væntanlega bara fargað." Hermann er samt rólegur yfir þessu og segir bókasöluna agnarsmáan hluta af heildarveltu fyrirtækisins. „Þetta er álíka hátt hlutfall og er stolið af bensíni hjá okkur á hverju ári."- fgg
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira