Sá grasfræjum til að binda gosöskuna 8. júní 2010 03:00 Landgræðslan mun á næstu dögum sá grasfræi á Markarfljótsaurum, undir austanverðum Eyjafjöllum og á Skóga- og Sólheimasandi. Á næstu dögum verður byrjað að sá grasfræi í 40 ferkílómetra lands í grennd við Eyjafjallajökul. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra er talið að með sáningunni verði unnt að draga úr öskufoki í byggð á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Sáð verður á Markarfljóts-aurum, undir Eyjafjöllum austanverðum og enn fremur verður, í samstarfi við Vegagerðina, sáð á Skógasandi og Sólheimasandi. „Þetta mun ekki koma í veg fyrir öskufok en mun draga úr því," segir Sveinn sem segir landeigendur munu sjá um sáninguna undir stjórn Landgræðslunnar. Hann segir að umhverfisráðherra muni hafa forgöngu um að kynna málið í ríkisstjórn en talið er að verkið kosti um 100 milljónir króna. Sveinn segir ekki vinnandi veg að bregðast við foki á hálendinu vegna öskunnar. „Við munum sá í um 40 ferkílómetra af landi en það er aska á um 4.000 ferkílómetrum að talið er," segir Sveinn. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, bendir á að til framtíðar sé tilvalið að sá birki eins og verið er að gera í Hekluskógum, en hann er verkefnastjóri þar. „Það er verið að koma upp lundum af birki en birki sáir sér auðveldlega út, einkum í góðum fræárum." Hreinn segir þessa leið ódýra og til framtíðar góða leið til að taka við gosösku, eins og Þórsmörk sanni. „Inni í skógunum í Þórsmörk verður ekki sama fjúk og á bersvæðunum," segir Hreinn. Skógurinn þoli vel öskuna og nýti næringarefni í henni. Gróðurinn í skógarbotninum vaxi upp úr öskunni, nú þegar hafi hvönn brotið sér leið upp úr öskunni en tegundum muni fjölga er líður á sumarið. Þórsmörk hafi verið friðuð í áratugi og því sé gróður þar jafn mikill og raunin er. „Þar er mikið af sjálfsprottnu birki enda engin önnur tegund jafn dugleg að sá sér."Nokkrum dögum síðar varBreyting á nokkrum dögum 20. maí var um að litast í Húsadal eins og myndin til vinstri sýnir, askan úr Eyjafjallajökli hafði myndað lag utan um trén sem var nánast eins og steypa. Hinn 25. maí höfðu tré laufgast eins og myndin til hægri sýnir. Ljósmyndir /Hreinn Óskarssonx Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Á næstu dögum verður byrjað að sá grasfræi í 40 ferkílómetra lands í grennd við Eyjafjallajökul. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra er talið að með sáningunni verði unnt að draga úr öskufoki í byggð á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Sáð verður á Markarfljóts-aurum, undir Eyjafjöllum austanverðum og enn fremur verður, í samstarfi við Vegagerðina, sáð á Skógasandi og Sólheimasandi. „Þetta mun ekki koma í veg fyrir öskufok en mun draga úr því," segir Sveinn sem segir landeigendur munu sjá um sáninguna undir stjórn Landgræðslunnar. Hann segir að umhverfisráðherra muni hafa forgöngu um að kynna málið í ríkisstjórn en talið er að verkið kosti um 100 milljónir króna. Sveinn segir ekki vinnandi veg að bregðast við foki á hálendinu vegna öskunnar. „Við munum sá í um 40 ferkílómetra af landi en það er aska á um 4.000 ferkílómetrum að talið er," segir Sveinn. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, bendir á að til framtíðar sé tilvalið að sá birki eins og verið er að gera í Hekluskógum, en hann er verkefnastjóri þar. „Það er verið að koma upp lundum af birki en birki sáir sér auðveldlega út, einkum í góðum fræárum." Hreinn segir þessa leið ódýra og til framtíðar góða leið til að taka við gosösku, eins og Þórsmörk sanni. „Inni í skógunum í Þórsmörk verður ekki sama fjúk og á bersvæðunum," segir Hreinn. Skógurinn þoli vel öskuna og nýti næringarefni í henni. Gróðurinn í skógarbotninum vaxi upp úr öskunni, nú þegar hafi hvönn brotið sér leið upp úr öskunni en tegundum muni fjölga er líður á sumarið. Þórsmörk hafi verið friðuð í áratugi og því sé gróður þar jafn mikill og raunin er. „Þar er mikið af sjálfsprottnu birki enda engin önnur tegund jafn dugleg að sá sér."Nokkrum dögum síðar varBreyting á nokkrum dögum 20. maí var um að litast í Húsadal eins og myndin til vinstri sýnir, askan úr Eyjafjallajökli hafði myndað lag utan um trén sem var nánast eins og steypa. Hinn 25. maí höfðu tré laufgast eins og myndin til hægri sýnir. Ljósmyndir /Hreinn Óskarssonx
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira