Barnaverndarstofa vottar verklagsreglur Vottanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2010 14:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu, kallaði forsvarsmenn Votta Jehóva á sinn fund í dag. Mynd/ Hari. Verklagsreglur Votta Jehóva á Íslandi um meðferð kynferðisbrotamála sem upp kunna að koma innan safnaðarins eru í lagi, segir Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu. Hann átti fund með forsvarsmönnum Votta Jehóva eftir hádegi í dag vegna umfjöllunar Fréttatímans og RÚV um kynferðisbrotamál innan Votta Jehóva. „Okkur fannst rétt að glöggva okkur á því hvort þeir hefðu sett sér verklagsreglur varðandi tilkynningar á svona málum og i hvaða farveg þeim var þá beint," segir Bragi í samtali við Vísi. Hann segir að forstöðumenn safnaðarins hafi lagt fram gögn á fundinum, verklagsreglur og annað, sem þeir hafi kynnt í sínum safnaðardeildum.Eitt mál síðastliðinn áratug „Þeir viðurkenndu hvernig bregðast bæri við þegar að grunur léki á um að barn sætti ofbeldi eða vanrækslu af einhverju tagi. Okkur sýnist að þessar leiðbeiningar séu í fullu samræmi við ákvæði barnaverndalaga. Þar er lögð alveg sérstök áhersla á tilkynningaskyldu til barnaverndanefnda," segir Bragi. Forsvarsmenn safnaðarins hafi fullvissað sig um að eftir þessu væri farið. „Það kom nú reyndar lika fram hjá þeim að þetta væru mjög fá mál sem hefðu borist til þeirra á síðustu tíu árum," segir Bragi. Einungis væri vitað um eitt mál á síðastliðnum áratug. Bragi sagði að forsvarsmenn safnaðarins hefðu lagt áherslu eir lögðu áherslu á að í meðferð kynferðisbrotamála yrði farið eftir settum reglum. „Þannig að Barnaverndarstofa er mjög sátt við þeirra viðbrögð og skýringar," segir Bragi. Bragi segir að ekki séu uppi áform um að funda með fleiri trúfélögum. Tilefnið með fundinum við forsvarsmenn Votta Jehóva hafi verið að það mátti skilja af viðbrögðum í fjölmiðlum að forsvarsmenn safnaðarins skoðuðu mál sín sjálfir áður en að þau væru tilkynnt og taka sjálfir ákvarðanir um kæru eftir atvikum. „En samræða okkar leiddi það í ljós að það var alls ekki það sem þeir áttu við," segir Bragi. Verklagsreglur safnaðarins séu í raun hliðstæðar þeim verklagsreglum sem grunnskólar og heilbrigðisstofnanir hafi sett sér.Samfélagið meðvitað um skyldu sína Bragi segir að það það gleðji sig að samfélagið skuli vera orðið svo vel vakandi um sínar tilkynningaskyldur í kynferðisbrotamálum, líkt og fram hafi komið í samræðum við forsvarsmenn Votta Jehóva. „Það kom á óvart hvað þeir höfðu gert þetta vel í sínum ranni. Ég skal alveg játa það að ég vissi ekkert hverju ég átti von á," segir Bragi. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Verklagsreglur Votta Jehóva á Íslandi um meðferð kynferðisbrotamála sem upp kunna að koma innan safnaðarins eru í lagi, segir Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu. Hann átti fund með forsvarsmönnum Votta Jehóva eftir hádegi í dag vegna umfjöllunar Fréttatímans og RÚV um kynferðisbrotamál innan Votta Jehóva. „Okkur fannst rétt að glöggva okkur á því hvort þeir hefðu sett sér verklagsreglur varðandi tilkynningar á svona málum og i hvaða farveg þeim var þá beint," segir Bragi í samtali við Vísi. Hann segir að forstöðumenn safnaðarins hafi lagt fram gögn á fundinum, verklagsreglur og annað, sem þeir hafi kynnt í sínum safnaðardeildum.Eitt mál síðastliðinn áratug „Þeir viðurkenndu hvernig bregðast bæri við þegar að grunur léki á um að barn sætti ofbeldi eða vanrækslu af einhverju tagi. Okkur sýnist að þessar leiðbeiningar séu í fullu samræmi við ákvæði barnaverndalaga. Þar er lögð alveg sérstök áhersla á tilkynningaskyldu til barnaverndanefnda," segir Bragi. Forsvarsmenn safnaðarins hafi fullvissað sig um að eftir þessu væri farið. „Það kom nú reyndar lika fram hjá þeim að þetta væru mjög fá mál sem hefðu borist til þeirra á síðustu tíu árum," segir Bragi. Einungis væri vitað um eitt mál á síðastliðnum áratug. Bragi sagði að forsvarsmenn safnaðarins hefðu lagt áherslu eir lögðu áherslu á að í meðferð kynferðisbrotamála yrði farið eftir settum reglum. „Þannig að Barnaverndarstofa er mjög sátt við þeirra viðbrögð og skýringar," segir Bragi. Bragi segir að ekki séu uppi áform um að funda með fleiri trúfélögum. Tilefnið með fundinum við forsvarsmenn Votta Jehóva hafi verið að það mátti skilja af viðbrögðum í fjölmiðlum að forsvarsmenn safnaðarins skoðuðu mál sín sjálfir áður en að þau væru tilkynnt og taka sjálfir ákvarðanir um kæru eftir atvikum. „En samræða okkar leiddi það í ljós að það var alls ekki það sem þeir áttu við," segir Bragi. Verklagsreglur safnaðarins séu í raun hliðstæðar þeim verklagsreglum sem grunnskólar og heilbrigðisstofnanir hafi sett sér.Samfélagið meðvitað um skyldu sína Bragi segir að það það gleðji sig að samfélagið skuli vera orðið svo vel vakandi um sínar tilkynningaskyldur í kynferðisbrotamálum, líkt og fram hafi komið í samræðum við forsvarsmenn Votta Jehóva. „Það kom á óvart hvað þeir höfðu gert þetta vel í sínum ranni. Ég skal alveg játa það að ég vissi ekkert hverju ég átti von á," segir Bragi.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira