Innlent

Þrettán skólakrakkar reisa torfbæ

Nemendurnir njóta sumarblíðunnar við störfin.
Nemendurnir njóta sumarblíðunnar við störfin.
Þrettán nemendur í 8. bekk í Egilsstaðaskóla vinna þessa dagana að byggingu torfbæjar. Verkefnið er eitt margra sem nemendum býðst að taka þátt í á vordögum skólans. Nemendurnir sjá að mestu leyti sjálfir um verkið og þurfa meðal annars að reka niður staura, hlaða bæinn og mála hann. Framkvæmdirnar fara fram á lóð Safnahússins á Egilsstöðum.

„Ég held að flestum finnist þetta mjög gaman,“ sagði Karen Björnsdóttir, sem er nemandi í hópnum og bætti því við að krakkarnir vonuðust eftir því að torfbærinn stæði óhreyfður næstu árin. Nemendurnir fóru í vettvangsferð að Galtastöðum fyrir helgi og nota torfbæinn þar sem fyrirmynd.

Nemendurnir hófu störf á mánudaginn og stefndu að því að klára verkið í dag. Þeim var skipt í tvo hópa, annar sér um að reisa bæinn og hinn um kynningu á verkefninu. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarstjóði og er samstarfsverkefni Egilsstaðaskóla, Minjasafns Austurlands, Þjóðminjasafnsins og Fljótsdalshéráðs.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×