Árstöf vegna Icesave kostar 50 milljarða 29. mars 2010 06:00 Óvissa um Icesave hefur áhrif á fjármögnun ýmissa verkefna. Töf á byggingu álvers í Helguvík og framleiðsluaukningu í Straumsvík er þjóðarbúinu gríðarlega dýr.fréttablaðið/daníel Tafir á framkvæmdum vegna stóriðju valda því að landsframleiðsla mun dragast saman í ár miðað við í fyrra. Þetta kemur fram í útreikningum hagfræðinga Alþýðusambands Íslands fyrir Fréttablaðið. Frekari tafir munu orsaka minni landsframleiðslu sem hleypur á milljarðatugum. Fréttablaðið óskaði eftir því að áhrif tafa vegna Icesave yrðu metin. Erfitt er að segja með fullri vissu hvað er beint hægt að tengja við Icesave. Engum blöðum er þó um það að fletta að óvissa vegna samninganna hefur valdið erfiðleikum í fjármögnun, og nægir að vísa til orða seðlabankastjóra um áhrif á höft og gengið. Þó takist að eyða óvissu vegna Icesave og framkvæmdir við stóriðju fari á fullt í júní, er engu að síður samdráttur í landsframleiðslu á milli ára. Verg landsframleiðsla færi úr 1.500 milljörðum árið 2009 í 1.442 árið 2010. Hún mundi aukast lítillega og verða 1.481 milljarður árið 2011 og 1.572 árið 2012. Þetta er bjartsýnisspá og gerir ráð fyrir að semjist um Icesave og fjármögnun gangi hratt og snurðulaust fyrir sig í kjölfarið. Allsendis er óvíst hvort svo verður. Tefjist þessar framkvæmdir um eitt ár og þær fari á fullt árið 2011 líta málin mun verr út. Landsframleiðslan verður þá 12,5 milljörðum lægri árið 2010, 16,5 árið 2011 og tæpum 13 milljörðum árið 2012. Þetta þýðir að á þessum þremur árum verður landsframleiðslan 48 milljörðum minni en ella. Verði stóriðjuframkvæmdirnar slegnar af hækkar sú tala umtalsvert. Uppsöfnuð lægri landsframleiðsla, árin 2010 til 2012, yrði 133 milljarðar króna. Þá má nefna að heildarfjármunamyndum yrði 205 milljörðum minni en í bjartsýnisspánni. Með stóriðjuframkvæmdum er átt við álver í Helguvík og endurnýjun í Straumsvík. Þá eru tengd orkuver tekin með í dæmið. Fleira er hægt að taka með í reikninginn þegar kostnaður við Icesave er reiknaður, til dæmis atvinnuleysi. Hver atvinnuleysisprósenta kostar 2,8 til 3 milljarða í atvinnuleysisbætur, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Við það bætist minni verðmætasköpun, sem gera má ráð fyrir að kosti að minnsta kosti sömu upphæð. Hvert prósent er þá að lágmarki 5,6 til 6 milljarðar króna. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Tafir á framkvæmdum vegna stóriðju valda því að landsframleiðsla mun dragast saman í ár miðað við í fyrra. Þetta kemur fram í útreikningum hagfræðinga Alþýðusambands Íslands fyrir Fréttablaðið. Frekari tafir munu orsaka minni landsframleiðslu sem hleypur á milljarðatugum. Fréttablaðið óskaði eftir því að áhrif tafa vegna Icesave yrðu metin. Erfitt er að segja með fullri vissu hvað er beint hægt að tengja við Icesave. Engum blöðum er þó um það að fletta að óvissa vegna samninganna hefur valdið erfiðleikum í fjármögnun, og nægir að vísa til orða seðlabankastjóra um áhrif á höft og gengið. Þó takist að eyða óvissu vegna Icesave og framkvæmdir við stóriðju fari á fullt í júní, er engu að síður samdráttur í landsframleiðslu á milli ára. Verg landsframleiðsla færi úr 1.500 milljörðum árið 2009 í 1.442 árið 2010. Hún mundi aukast lítillega og verða 1.481 milljarður árið 2011 og 1.572 árið 2012. Þetta er bjartsýnisspá og gerir ráð fyrir að semjist um Icesave og fjármögnun gangi hratt og snurðulaust fyrir sig í kjölfarið. Allsendis er óvíst hvort svo verður. Tefjist þessar framkvæmdir um eitt ár og þær fari á fullt árið 2011 líta málin mun verr út. Landsframleiðslan verður þá 12,5 milljörðum lægri árið 2010, 16,5 árið 2011 og tæpum 13 milljörðum árið 2012. Þetta þýðir að á þessum þremur árum verður landsframleiðslan 48 milljörðum minni en ella. Verði stóriðjuframkvæmdirnar slegnar af hækkar sú tala umtalsvert. Uppsöfnuð lægri landsframleiðsla, árin 2010 til 2012, yrði 133 milljarðar króna. Þá má nefna að heildarfjármunamyndum yrði 205 milljörðum minni en í bjartsýnisspánni. Með stóriðjuframkvæmdum er átt við álver í Helguvík og endurnýjun í Straumsvík. Þá eru tengd orkuver tekin með í dæmið. Fleira er hægt að taka með í reikninginn þegar kostnaður við Icesave er reiknaður, til dæmis atvinnuleysi. Hver atvinnuleysisprósenta kostar 2,8 til 3 milljarða í atvinnuleysisbætur, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Við það bætist minni verðmætasköpun, sem gera má ráð fyrir að kosti að minnsta kosti sömu upphæð. Hvert prósent er þá að lágmarki 5,6 til 6 milljarðar króna. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira