Selja útlendingum ýsu sem þorsk 3. júní 2010 12:20 Mynd/Stefán Karlsson Lögregla hefur til rannsóknar annað mál þar sem fiskframleiðandi merkti ýsu sem þorsk til útflutnings. Lögfræðingur Fiskistofu segir svindl sem þetta geta haft áhrif á verðmyndun fiskitegunda innanlands og utan og spillt orðspori íslenskra fiskútflytjenda. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði dæmt framkvæmdastjóra og matsmann fiskvinnslunnar Nordic Gourmet í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja út fisk undir röngum tegundarnöfnum. Þannig voru ýsa og langa flutt út sem þorskur og keila sem steinbítur. Með þessu hagnaðist fyrirtækið verulega á því að selja ódýrari tegundir sem dýrari. Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur Fiskistofu, segir annað mál af svipuðum toga vera í rannsókn hjá lögreglu. „Þar var um það að ræða að aðili var að vinna ýsu og merkti þessar afurðir hinsvegar sem þorsk." „Það virðist vera þannig að þetta sé afli sem er löglega keyptur og vigtaður en aftur á móti við vinnslu er verið að roðfletta og pakka og selja ýsu sem þorsk," segir Gísli Rúnar. Hann segir háttarlag sem þetta geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir trúverðugleika fiskútflytjenda hjá kaupendum í útlöndum. „Það er náttúrulega alvarlegt að aðili skuli gera svona. Menn eiga að geta treyst því að þeir séu að fá þær fiskafurðir sem þeir eru að kaupa." Þá getur svindl sem þetta haft áhrif á fiskverð á mörkuðum hér innanlands. „Hér heima getur það náttúrulega gerst að verð á ódýrari tegundum hækki vegna þess að aðili sem nær að selja hana sem dýrari tegund úti getur hugsanlega keypt hana hærri verði enn aðrir sem hafa unnið hana heiðarlega og selja hana sem slíka," segir Gísli Rúnar. Og þá gæti þetta leitt til lækkunar á verði dýrari fisktegunda í útlöndum ef svindlið væri í stórum stíl. En Gísli Rúnar telur að sem betur fer sé svindl sem þetta ekki algengt. Tengdar fréttir Dæmdir fyrir að selja ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít Starfsmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nordic Gourmet hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að tilgreina ranglega allt að þúsund tonn af sjávarafurðum til útflutnings, en þeir merktu ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít. Þannig blekktu þeir útlendinga en brotin eru talin alvarleg. 2. júní 2010 11:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar annað mál þar sem fiskframleiðandi merkti ýsu sem þorsk til útflutnings. Lögfræðingur Fiskistofu segir svindl sem þetta geta haft áhrif á verðmyndun fiskitegunda innanlands og utan og spillt orðspori íslenskra fiskútflytjenda. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði dæmt framkvæmdastjóra og matsmann fiskvinnslunnar Nordic Gourmet í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja út fisk undir röngum tegundarnöfnum. Þannig voru ýsa og langa flutt út sem þorskur og keila sem steinbítur. Með þessu hagnaðist fyrirtækið verulega á því að selja ódýrari tegundir sem dýrari. Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur Fiskistofu, segir annað mál af svipuðum toga vera í rannsókn hjá lögreglu. „Þar var um það að ræða að aðili var að vinna ýsu og merkti þessar afurðir hinsvegar sem þorsk." „Það virðist vera þannig að þetta sé afli sem er löglega keyptur og vigtaður en aftur á móti við vinnslu er verið að roðfletta og pakka og selja ýsu sem þorsk," segir Gísli Rúnar. Hann segir háttarlag sem þetta geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir trúverðugleika fiskútflytjenda hjá kaupendum í útlöndum. „Það er náttúrulega alvarlegt að aðili skuli gera svona. Menn eiga að geta treyst því að þeir séu að fá þær fiskafurðir sem þeir eru að kaupa." Þá getur svindl sem þetta haft áhrif á fiskverð á mörkuðum hér innanlands. „Hér heima getur það náttúrulega gerst að verð á ódýrari tegundum hækki vegna þess að aðili sem nær að selja hana sem dýrari tegund úti getur hugsanlega keypt hana hærri verði enn aðrir sem hafa unnið hana heiðarlega og selja hana sem slíka," segir Gísli Rúnar. Og þá gæti þetta leitt til lækkunar á verði dýrari fisktegunda í útlöndum ef svindlið væri í stórum stíl. En Gísli Rúnar telur að sem betur fer sé svindl sem þetta ekki algengt.
Tengdar fréttir Dæmdir fyrir að selja ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít Starfsmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nordic Gourmet hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að tilgreina ranglega allt að þúsund tonn af sjávarafurðum til útflutnings, en þeir merktu ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít. Þannig blekktu þeir útlendinga en brotin eru talin alvarleg. 2. júní 2010 11:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Dæmdir fyrir að selja ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít Starfsmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nordic Gourmet hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að tilgreina ranglega allt að þúsund tonn af sjávarafurðum til útflutnings, en þeir merktu ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít. Þannig blekktu þeir útlendinga en brotin eru talin alvarleg. 2. júní 2010 11:58