Lífið

Kate Moss þráir barn

Kate Moss. MYND/Cover Media
Kate Moss. MYND/Cover Media

Á meðfylgjandi myndum má sjá bresku fyrirsætuna Kate Moss, 36 ára, sem þráir fátt annað en að eignast barn með unnusta sínum, rokkaranum Jamie Hince, 42 ára.

Kate, sem er byrjuð að taka inn fólinsýru til að auka líkurnar á að verða barnshafandi, á sjö ára dóttur, Lilu Grace, með Jefferson Hack, ritstjóra tímaritsins Dazed & Confused.

Sagan segir að Kate og Jamie, sem hún féll fyrir árið 2007, ætli að einbeita sér að því að eignast barn áður en þau gifta sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.