Innlent

Ráðherrabíllinn fundinn

Forláta Benz bifreiðin sem var stolið úr bílageymslu Sólvallagötu í Reykjavík síðastliðna nótt er kominn í leitirnar.

Bifreiðin fannst í Kleppsholti í kvöld og höfðu engar skemmdir verið unnar á honum. Lögreglan fékk ábendingar um bílinn eftir að fjölmiðlar höfðu fjallað um þjófnaðinn.

Bíllinn var lengst af notaður sem ráðherrabíll í ráðherratíð Gylfa Þ. Gíslasonar en er nú í eigu annarra aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×