Innlent

Gosmökkurinn aldrei sést betur frá Reykjavík

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli er tignarlegur. Mynd/ Vilhelm.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli er tignarlegur. Mynd/ Vilhelm.
Skyggni á sunnanverðu landinu er með besta móti. Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur líklegast aldrei sést betur frá Reykjavik en í dag. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Gosmökkurinn hefur annars ekki valdið samgöngutruflunum um íslenska flugstjórnarsvæðið í dag.

Allt millilandaflug og innanlandsflug hefur verið með eðlilegum hætti í morgun að Vestmannaeyjum undanskildum og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Flugfélag Íslands ætlar að athuga með flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja klukkan níu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×