Fréttaskýring: Mörg úrræði gegn vanlíðan um jólin 24. desember 2010 06:00 Jólaljós Birtan sem stafar af jólaljósunum nær ekki að lýsa upp tilveruna hjá öllum. Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjölmargir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita margir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyðarlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukninguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningnum komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en margir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum tilfellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkjunnar, sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól. Ástæður eru margvíslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokkuð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkjan sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjölmargir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita margir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyðarlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukninguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningnum komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en margir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum tilfellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkjunnar, sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól. Ástæður eru margvíslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokkuð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkjan sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira