Lífið

Frikki aðalmaðurinn á Nörrebro

Friðrik Weisshappel er bjartsýnn á að þriðji Laundromat-staðurinn verði opnaður á þessu ári.
Friðrik Weisshappel er bjartsýnn á að þriðji Laundromat-staðurinn verði opnaður á þessu ári.
Bandaríska stórblaðið New York Times valdi nýverið Kaupmannahöfn sem einn af þeim stöðum sem ferðamenn ættu að sækja á þessu ári. Og nefndi þar sérstaklega Nörrebro sem er þekkt fyrir fjölda kaffihúsa og sína miklu reiðhjólamenningu.

Kaupmannahafnardeild fréttastofu dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 gerði sér mat úr þessu vali New York Times og kaus að taka viðtal við íslenska kaffihúsaeigandann Friðrik Weisshappel vegna þessara tíðinda. „Ég veit ekki hvað það eru margir sem horfðu á þetta en það hafa örugglega verið mjög margir enda kom innslagið strax á eftir aðalfréttatíma stöðvarinnar,“ segir Friðrik, kampakátur, enda fín auglýsing fyrir hann og staðinn. Friðrik skartaði litríkum klæðnaði í viðtalinu og var meðal annars með volduga slaufu sem hann fékk í jólagjöf frá starfsmannastjóranum sínum. Friðrik hlær þegar hann er spurður hvort þetta sé ekki bara enn ein staðfestingin á því að hann sé aðalmaðurinn á Nörrebro. „Jú, ætli það ekki bara, ég kann allavega vel við þann titil.“

Annars er Friðrik önnum kafinn þessa dagana við fundarhöld enda er í bígerð að opna þriðja Laundromat-staðinn í Kaupmannahöfn. Hann er þögull sem gröfin þegar kemur að staðsetningu en segist þó bjartsýnn á að staðurinn verði opnaður á þessu ári. Staðsetningin eigi eftir að koma á óvart. „Eftir síðasta fund með eiganda húsnæðisins þá er ég bara ákaflega bjartsýnn á að þetta geti gengið eftir.“- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.