Innlent

Íslenskir starfsmenn í Bank Havilland í leyfi

Meirihluti þeirra Íslendinga sem starfar hjá Bank Havilland í Lúxemborg áður Kaupþingbanka var sendur í leyfi skömmu eftir að Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri bankans var handtekinn og settur í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag.

Á bilinu 5-10 Íslendingar starfa í bankanum en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur engum þeirra verið sagt upp. Ekki er vitað í hversu langan tíma starfsmenn verða í leyfi og hverjar ástæður þess eru. Fréttastofa náði ekki sambandi við forstjóra Bank Havilland í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×