„Ég bjóst ekki við að fá svona mikla athygli út á þetta," segir Ása Steinarsdóttir, sem vann fyrstu verðlaun á grímuballi Kvennaskólans fyrir Avatar-búning sinn.
„Fólk var í svolítið miklu sjokki en aðallega vinkonur mínar þegar þær sáu mig. Maður er að poppa upp á annarri hverri Facebook-síðu þar sem ókunnugt fólk var að koma og taka myndir. Þetta er bara mjög gaman," segir Ása. Hún segir ákvörðunina um að mæta í Avatar-búningi hafa verið tekna í skyndi. „Það höfðu allir frekar litla trú á mér. Svo keypti ég einhverja liti og var með gular litalinsur. Annars var þetta ekkert rosalega mikið mál." Hún saumaði búninginn sjálf og fékk hjálp við fléttun á hárinu á meðan hún horfði á íslenska handboltalandliðið í beinni útsendingu frá EM.
Eins og gefur að skilja er Ása mikill aðdáandi hinnar vinsælu Avatar-myndar og ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi á grímuballinu. „Ég ætlaði að taka þetta með stæl á síðasta árinu sínu í menntaskóla. Ég hef alltaf lagt mikla vinnu í þetta og í fyrra var ég býfluga en í þetta sinn var fólk að segja við mig :„Núna topparðu þig alveg." -fb
Sló í gegn á grímuballi

Mest lesið




Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann
Tíska og hönnun

Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025
Lífið samstarf




Flottasti garður landsins - taktu þátt!
Lífið samstarf
