Segir aukna hörku í íslensku nefndinni 11. mars 2010 06:00 Jan Kees de Jager Fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands. „Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu,“ sagði Jann Kees de Jager, fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands, um samningaviðræður við Íslendinga um Icesave-deiluna. „Við erum núna aðeins að skoða fjármögnunarkostnaðinn.“ Fjármálanefnd hollenska þingsins yfirheyrði hann í tvo og hálfan tíma um málið í gær. Hann vildi ekki fara út í smá-atriði um fjármögnunarkostnað, en virtist greinilega orðinn pirraður á stöðu mála. „Það er ekki erfitt að reikna út fjármagnskostnaðinn, en þeir voru með miklu lægri tölu en við. Ég held að okkar fólk viti miklu meira um það en nokkrir amerískir bankamenn sem Íslendingar hafa ráðið til sín,“ sagði hann, og á þar væntanlega við Bandaríkjamanninn Lee Buchheit, formann nefndarinnar, og Kanadamanninn Don Johnston sem hefur verið nefndinni til ráðgjafar. Hann sagðist þó hafa rætt við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í vikunni. „Enginn er að hnykla vöðvana eða sýna hörku. Við skiljum afstöðu hvor annars. Þeir viðurkenna að peningana þurfi að endurgreiða.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið að menn hafi notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslu til að fara aftur yfir stöðuna. Fyrirfram hafi menn ekki talið raunhæft að funda í þessari viku, en vonast sé til að af fundum geti orðið eftir helgi. Í yfirheyrslunum kom fram að mikill ágreiningur er meðal hollenskra stjórnmálaflokka um það hvort beita eigi Íslendinga þrýstingi á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins. De Jager tók illa í kröfur frá Frelsisflokknum, hægri flokki hins umdeilda þingmanns Geerts Wilder, um slíkan þrýsting: „Það virðist ekki vera vænleg leið til að ná góðum samningi við Ísland.“ Reiknað er með hægrisveiflu í þingkosningunum í júní, en þá komast til valda flokkar sem vilja síður gefa eftir í samningum við Íslendinga. Fram kom í yfirheyrslum þingnefndarinnar að samningatækni Íslendinga hefur harðnað með aðkomu bandarískra lögfræðinga. „Íslendingar þurfa nú að koma aftur með tillögu,“ sagði de Jager um framhald viðræðnanna. „Ég get ekki séð hvernig við getum gert mikið betur en að minnka þetta niður í fjármagnskostnaðinn einan.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
„Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu,“ sagði Jann Kees de Jager, fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands, um samningaviðræður við Íslendinga um Icesave-deiluna. „Við erum núna aðeins að skoða fjármögnunarkostnaðinn.“ Fjármálanefnd hollenska þingsins yfirheyrði hann í tvo og hálfan tíma um málið í gær. Hann vildi ekki fara út í smá-atriði um fjármögnunarkostnað, en virtist greinilega orðinn pirraður á stöðu mála. „Það er ekki erfitt að reikna út fjármagnskostnaðinn, en þeir voru með miklu lægri tölu en við. Ég held að okkar fólk viti miklu meira um það en nokkrir amerískir bankamenn sem Íslendingar hafa ráðið til sín,“ sagði hann, og á þar væntanlega við Bandaríkjamanninn Lee Buchheit, formann nefndarinnar, og Kanadamanninn Don Johnston sem hefur verið nefndinni til ráðgjafar. Hann sagðist þó hafa rætt við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í vikunni. „Enginn er að hnykla vöðvana eða sýna hörku. Við skiljum afstöðu hvor annars. Þeir viðurkenna að peningana þurfi að endurgreiða.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið að menn hafi notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslu til að fara aftur yfir stöðuna. Fyrirfram hafi menn ekki talið raunhæft að funda í þessari viku, en vonast sé til að af fundum geti orðið eftir helgi. Í yfirheyrslunum kom fram að mikill ágreiningur er meðal hollenskra stjórnmálaflokka um það hvort beita eigi Íslendinga þrýstingi á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins. De Jager tók illa í kröfur frá Frelsisflokknum, hægri flokki hins umdeilda þingmanns Geerts Wilder, um slíkan þrýsting: „Það virðist ekki vera vænleg leið til að ná góðum samningi við Ísland.“ Reiknað er með hægrisveiflu í þingkosningunum í júní, en þá komast til valda flokkar sem vilja síður gefa eftir í samningum við Íslendinga. Fram kom í yfirheyrslum þingnefndarinnar að samningatækni Íslendinga hefur harðnað með aðkomu bandarískra lögfræðinga. „Íslendingar þurfa nú að koma aftur með tillögu,“ sagði de Jager um framhald viðræðnanna. „Ég get ekki séð hvernig við getum gert mikið betur en að minnka þetta niður í fjármagnskostnaðinn einan.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira