Segir aukna hörku í íslensku nefndinni 11. mars 2010 06:00 Jan Kees de Jager Fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands. „Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu,“ sagði Jann Kees de Jager, fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands, um samningaviðræður við Íslendinga um Icesave-deiluna. „Við erum núna aðeins að skoða fjármögnunarkostnaðinn.“ Fjármálanefnd hollenska þingsins yfirheyrði hann í tvo og hálfan tíma um málið í gær. Hann vildi ekki fara út í smá-atriði um fjármögnunarkostnað, en virtist greinilega orðinn pirraður á stöðu mála. „Það er ekki erfitt að reikna út fjármagnskostnaðinn, en þeir voru með miklu lægri tölu en við. Ég held að okkar fólk viti miklu meira um það en nokkrir amerískir bankamenn sem Íslendingar hafa ráðið til sín,“ sagði hann, og á þar væntanlega við Bandaríkjamanninn Lee Buchheit, formann nefndarinnar, og Kanadamanninn Don Johnston sem hefur verið nefndinni til ráðgjafar. Hann sagðist þó hafa rætt við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í vikunni. „Enginn er að hnykla vöðvana eða sýna hörku. Við skiljum afstöðu hvor annars. Þeir viðurkenna að peningana þurfi að endurgreiða.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið að menn hafi notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslu til að fara aftur yfir stöðuna. Fyrirfram hafi menn ekki talið raunhæft að funda í þessari viku, en vonast sé til að af fundum geti orðið eftir helgi. Í yfirheyrslunum kom fram að mikill ágreiningur er meðal hollenskra stjórnmálaflokka um það hvort beita eigi Íslendinga þrýstingi á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins. De Jager tók illa í kröfur frá Frelsisflokknum, hægri flokki hins umdeilda þingmanns Geerts Wilder, um slíkan þrýsting: „Það virðist ekki vera vænleg leið til að ná góðum samningi við Ísland.“ Reiknað er með hægrisveiflu í þingkosningunum í júní, en þá komast til valda flokkar sem vilja síður gefa eftir í samningum við Íslendinga. Fram kom í yfirheyrslum þingnefndarinnar að samningatækni Íslendinga hefur harðnað með aðkomu bandarískra lögfræðinga. „Íslendingar þurfa nú að koma aftur með tillögu,“ sagði de Jager um framhald viðræðnanna. „Ég get ekki séð hvernig við getum gert mikið betur en að minnka þetta niður í fjármagnskostnaðinn einan.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
„Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu,“ sagði Jann Kees de Jager, fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands, um samningaviðræður við Íslendinga um Icesave-deiluna. „Við erum núna aðeins að skoða fjármögnunarkostnaðinn.“ Fjármálanefnd hollenska þingsins yfirheyrði hann í tvo og hálfan tíma um málið í gær. Hann vildi ekki fara út í smá-atriði um fjármögnunarkostnað, en virtist greinilega orðinn pirraður á stöðu mála. „Það er ekki erfitt að reikna út fjármagnskostnaðinn, en þeir voru með miklu lægri tölu en við. Ég held að okkar fólk viti miklu meira um það en nokkrir amerískir bankamenn sem Íslendingar hafa ráðið til sín,“ sagði hann, og á þar væntanlega við Bandaríkjamanninn Lee Buchheit, formann nefndarinnar, og Kanadamanninn Don Johnston sem hefur verið nefndinni til ráðgjafar. Hann sagðist þó hafa rætt við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í vikunni. „Enginn er að hnykla vöðvana eða sýna hörku. Við skiljum afstöðu hvor annars. Þeir viðurkenna að peningana þurfi að endurgreiða.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið að menn hafi notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslu til að fara aftur yfir stöðuna. Fyrirfram hafi menn ekki talið raunhæft að funda í þessari viku, en vonast sé til að af fundum geti orðið eftir helgi. Í yfirheyrslunum kom fram að mikill ágreiningur er meðal hollenskra stjórnmálaflokka um það hvort beita eigi Íslendinga þrýstingi á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins. De Jager tók illa í kröfur frá Frelsisflokknum, hægri flokki hins umdeilda þingmanns Geerts Wilder, um slíkan þrýsting: „Það virðist ekki vera vænleg leið til að ná góðum samningi við Ísland.“ Reiknað er með hægrisveiflu í þingkosningunum í júní, en þá komast til valda flokkar sem vilja síður gefa eftir í samningum við Íslendinga. Fram kom í yfirheyrslum þingnefndarinnar að samningatækni Íslendinga hefur harðnað með aðkomu bandarískra lögfræðinga. „Íslendingar þurfa nú að koma aftur með tillögu,“ sagði de Jager um framhald viðræðnanna. „Ég get ekki séð hvernig við getum gert mikið betur en að minnka þetta niður í fjármagnskostnaðinn einan.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira