Gæslan þarf þriðju þyrluna til að geta sinnt starfi sínu 27. desember 2010 05:00 Landhelgisgæslan á erfitt með aðsinna hlutverki sínu samkvæmt nýjum samningi um leit og björgun sökum vöntunar á þyrlu. Þar til úr rætist mun gæslan reiða sig á aðstoð nágrannaríkjanna.Fréttablaðið/Pjetur Nýgert samkomulag ríkja Norðurskautsráðsins um skipulag leitar- og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland breytir litlu í áætlunum Landhelgisgæslunnar að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Hún segir að vitað sé að samningurinn feli í sér ábyrgð á umfangsmiklu svæði en þarfagreining Gæslunnar frá árinu 2007, varðandi tækjakost til að sinna hlutverki sínu, sé enn í gildi. „Þar kemur fram að við þurfum í raun þrjár þyrlur til að geta sinnt okkar starfi fullkomlega og það hefur ekki breyst." Sem stendur er Gæslan þó aðeins með tvær þyrlur til afnota, TF-LIF og TF-GNA, sem er tekin á leigu. Auk þess hefur hún á að skipa einni flugvél og tveimur varðskipum, en hið þriðja, Þór, er enn í smíðum í Síle og er væntanlegt til landsins undir lok næsta árs. Hrafnhildur segist að sjálfsögðu vonast til þess að úr rætist í þyrlumálum, en ráðamenn þurfi að taka ákvörðun um það. Fram að því er gott samstarf við grannþjóðirnar mikilvægt, og eitt af lykilatriðum samningsins. „Ef upp kemur tilvik sem kallar á meiriháttar leitar- eða björgunaraðgerðir á þessu stóra hafsvæði erum við ekki nógu vel búin. Við þurfum því að kalla til aðstoð frá nágrannaþjóðunum og erum í miklu sambandi við þær. Danir láta til dæmis alltaf vita af því ef þeir eru á ferðinni við landið og eru tilbúnir til að aðstoða okkur, sem þeir hafa gert ef staðið hefur illa á með viðgerðir á þyrlum hjá okkur." Með góðri samvinnu er því tryggt að fram að því að Gæslan verði fullbúin tækjum muni viðbragðsgeta innan umráðasvæðis Íslands vera viðunandi. „Það gera sér líka allir grein fyrir að þetta snýst um samvinnu. Ekkert eitt ríki getur farið í björgunaraðgerðir á þessu stóra svæði heldur þarf alltaf að kalla til fleiri." bætir Hrafnhildur við. Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, sat samningafundina hjá Norðurskautsráði og segir í raun enga þvingun felast í samningnum. Þar sé fyrst og fremst verið að skerpa á ýmsum þáttum í viðbragðsferlinu. „Í samningnum felst skuldbinding fyrir hvert ríki um að gera sitt besta miðað við aðstæður hverju sinni." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Nýgert samkomulag ríkja Norðurskautsráðsins um skipulag leitar- og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland breytir litlu í áætlunum Landhelgisgæslunnar að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Hún segir að vitað sé að samningurinn feli í sér ábyrgð á umfangsmiklu svæði en þarfagreining Gæslunnar frá árinu 2007, varðandi tækjakost til að sinna hlutverki sínu, sé enn í gildi. „Þar kemur fram að við þurfum í raun þrjár þyrlur til að geta sinnt okkar starfi fullkomlega og það hefur ekki breyst." Sem stendur er Gæslan þó aðeins með tvær þyrlur til afnota, TF-LIF og TF-GNA, sem er tekin á leigu. Auk þess hefur hún á að skipa einni flugvél og tveimur varðskipum, en hið þriðja, Þór, er enn í smíðum í Síle og er væntanlegt til landsins undir lok næsta árs. Hrafnhildur segist að sjálfsögðu vonast til þess að úr rætist í þyrlumálum, en ráðamenn þurfi að taka ákvörðun um það. Fram að því er gott samstarf við grannþjóðirnar mikilvægt, og eitt af lykilatriðum samningsins. „Ef upp kemur tilvik sem kallar á meiriháttar leitar- eða björgunaraðgerðir á þessu stóra hafsvæði erum við ekki nógu vel búin. Við þurfum því að kalla til aðstoð frá nágrannaþjóðunum og erum í miklu sambandi við þær. Danir láta til dæmis alltaf vita af því ef þeir eru á ferðinni við landið og eru tilbúnir til að aðstoða okkur, sem þeir hafa gert ef staðið hefur illa á með viðgerðir á þyrlum hjá okkur." Með góðri samvinnu er því tryggt að fram að því að Gæslan verði fullbúin tækjum muni viðbragðsgeta innan umráðasvæðis Íslands vera viðunandi. „Það gera sér líka allir grein fyrir að þetta snýst um samvinnu. Ekkert eitt ríki getur farið í björgunaraðgerðir á þessu stóra svæði heldur þarf alltaf að kalla til fleiri." bætir Hrafnhildur við. Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, sat samningafundina hjá Norðurskautsráði og segir í raun enga þvingun felast í samningnum. Þar sé fyrst og fremst verið að skerpa á ýmsum þáttum í viðbragðsferlinu. „Í samningnum felst skuldbinding fyrir hvert ríki um að gera sitt besta miðað við aðstæður hverju sinni." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira