Rektor sleginn yfir rothöggi á lotukerfi 2. júní 2010 06:00 Rektor Menntaskólans við Sund er vonsvikinn yfir að ekki tókst að innleiða nýtt kerfi sem hann telur betra fyrir nemendur, kennara og skólann sjálfan.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er heilmikið kjaftshögg,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, þar sem hætta verður við áður auglýsta breytingu á kennslu fyrir nýnema í skólanum. Í vetur var kynnt fyrir nemendum í tíunda bekk grunnskóla og forráðamönnum þeirra breyting á skólanámskrá MS og innleiðing á svokölluðu lotubundnu bekkjarkerfi. Már segir núverandi bekkjarkerfi að mörgu leyti gallað þótt það sé gott fyrir þá sem ráði við fullt nám. Ef eitthvað komi upp á sé heilt námsár undir. Það sé mikið áfall að þurfa að sitja heilt ár upp á nýtt. Már segir ætlunina hafa verið þá að skipta skólaárinu í fjögur tímabil sem hvert skiptist í átta vikna lotur. „Þá eru nemendur aðeins í tveimur til þremur námsgreinum í einu. Þeir klára námið í áfanganum á átta vikum í stað þess að þurfa að einbeita sér að kannski átta til tíu námsgreinum í einu,“ útskýrir Már. Að sögn rektors tekst ekki að koma nýja kerfinu í gang í haust vegna þess að ekki náðust samningar við Kennarasamband Íslands. Með þessari niðurstöðu verði MS af heilmiklu aukafjármagni sem lofað hafi verið og hún geri skólann verr í stakk búinn til að takast á við kreppuna. „Þetta er miklu hagkvæmara kerfi og í raun fyrir kennara líka því í staðinn fyrir að vera með eitt hundrað og fimmtíu til tvö hundruð nemendur undir í einu þá eru þeir bara með sextíu,“ segir Már. Um sex hundruð krakkar sóttu um tvö hundruð skólapláss í MS í forvali. Óvíst er hversu margir vilja nú breyta þessu vali. „Við vitum ekki hversu margir sóttu um vegna kerfisbreytingarinnar sem við erum búin að vera kynna í allan vetur,“ segir Már sem kveður vonbrigðin vera mikil. „Núna erum við að endurskipuleggja skólann til að takast á við næsta ár á hefðbundinn hátt í stað þess að vera að fara út í spennandi breytingar.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að þegar á reyndi hafi ekki reynst meirihluti í kennarahópi MS fyrir því að gerðar yrðu þær grundvallarbreytingar á innra starfi skólans sem til hafi þurft. Félagið hafi ekki getað lokið samningagerðinni í andstöðu við vilja þessa hóps auk þess sem ekki hafi þótt heppilegt að ganga frá slíkum samningum í kreppu og niðurskurði. „Það var ekki fyrirkomulagið sem slíkt sem var deiluefni heldur fannst hópnum að það væri ekki búið að undirbúa málið nógu vel. Þar af leiðandi var kennarahópurinn þegar upp var staðið ekki tilbúinn til þess að gefa grænt ljós á að samningarnir yrðu kláraðir,“ segir Aðalheiður. gar@frettabladid.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
„Þetta er heilmikið kjaftshögg,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, þar sem hætta verður við áður auglýsta breytingu á kennslu fyrir nýnema í skólanum. Í vetur var kynnt fyrir nemendum í tíunda bekk grunnskóla og forráðamönnum þeirra breyting á skólanámskrá MS og innleiðing á svokölluðu lotubundnu bekkjarkerfi. Már segir núverandi bekkjarkerfi að mörgu leyti gallað þótt það sé gott fyrir þá sem ráði við fullt nám. Ef eitthvað komi upp á sé heilt námsár undir. Það sé mikið áfall að þurfa að sitja heilt ár upp á nýtt. Már segir ætlunina hafa verið þá að skipta skólaárinu í fjögur tímabil sem hvert skiptist í átta vikna lotur. „Þá eru nemendur aðeins í tveimur til þremur námsgreinum í einu. Þeir klára námið í áfanganum á átta vikum í stað þess að þurfa að einbeita sér að kannski átta til tíu námsgreinum í einu,“ útskýrir Már. Að sögn rektors tekst ekki að koma nýja kerfinu í gang í haust vegna þess að ekki náðust samningar við Kennarasamband Íslands. Með þessari niðurstöðu verði MS af heilmiklu aukafjármagni sem lofað hafi verið og hún geri skólann verr í stakk búinn til að takast á við kreppuna. „Þetta er miklu hagkvæmara kerfi og í raun fyrir kennara líka því í staðinn fyrir að vera með eitt hundrað og fimmtíu til tvö hundruð nemendur undir í einu þá eru þeir bara með sextíu,“ segir Már. Um sex hundruð krakkar sóttu um tvö hundruð skólapláss í MS í forvali. Óvíst er hversu margir vilja nú breyta þessu vali. „Við vitum ekki hversu margir sóttu um vegna kerfisbreytingarinnar sem við erum búin að vera kynna í allan vetur,“ segir Már sem kveður vonbrigðin vera mikil. „Núna erum við að endurskipuleggja skólann til að takast á við næsta ár á hefðbundinn hátt í stað þess að vera að fara út í spennandi breytingar.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að þegar á reyndi hafi ekki reynst meirihluti í kennarahópi MS fyrir því að gerðar yrðu þær grundvallarbreytingar á innra starfi skólans sem til hafi þurft. Félagið hafi ekki getað lokið samningagerðinni í andstöðu við vilja þessa hóps auk þess sem ekki hafi þótt heppilegt að ganga frá slíkum samningum í kreppu og niðurskurði. „Það var ekki fyrirkomulagið sem slíkt sem var deiluefni heldur fannst hópnum að það væri ekki búið að undirbúa málið nógu vel. Þar af leiðandi var kennarahópurinn þegar upp var staðið ekki tilbúinn til þess að gefa grænt ljós á að samningarnir yrðu kláraðir,“ segir Aðalheiður. gar@frettabladid.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira