Innlent

Miðast við ódýrustu dagskammta

Sjúkratryggingar Íslands miða endurgreiðslur við ódýrustu dagskammta astma- og ofnæmislyfja, frá og með áramótum.

Er breytingin í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru í lyfjaflokkum á liðnu ári, vegna PPI lyfja, blóðfitulækkandi lyfja, blóðþrýstingslyfja og beinþéttnilyfja.

Læknir getur sótt um lyfjaskírteini fyrir dýrari lyfjunum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Fyrir sjúklinga sem nú þegar eru í meðferð með dýrari lyfjunum sem gengur vel getur læknir sótt um lyfjaskírteini þar sem færð eru fagleg rök fyrir notkuninni. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×