Veitingamenn krefjast bóta 30. mars 2010 04:00 grétar ingi berndsen Veitingamenn í nektargeiranum ætla að krefjast skaðabóta af ríkinu vegna nýrra laga sem banna nektardans. Davíð Steingrímsson, sem rekur Vegas, segir engan vafa á þessu: „Ég hef ekki brotið nein lög eða reglur og hef fjárfest og stólað á að geta rekið staðinn til 2013, þegar gildandi rekstrarleyfi rennur út.“ Nýju lögin taka gildi 1. júlí. Grétar Ingi Berndsen, sem rekur Óðal, er á sama máli: „Ég er með leyfi til loka árs 2011 sem er tekið úr sambandi og væntanlega verða bætur fyrir það.“ Jafnframt íhuga þeir báðir hvort kæra skuli þingkonuna Steinunni Valdísi Óskarsdóttur fyrir meiðyrði, en hún hefur meðal annars sagt að rekstri nektarstaða fylgi jafnan skipulögð glæpastarfsemi og mansal. Ásgeir Davíðsson, eigandi veitingastaðarins Goldfinger, hefur ekki ákveðið hvort hann fer í skaðabótamál gegn ríkinu, en telur sinn skaða geta numið allt að 800 milljónum króna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að tvær allsherjarnefndir hafi skoðað málið og allir þingmenn séu meira og minna sammála um það: „Þingið setur oft lög sem breyta því sem var áður. Ef menn telja sig eiga rétt á skaðabótum þá verða þeir bara að láta reyna á það.“ Farið hafi verið rækilega yfir málið með tilliti til skaðabótaskyldu. - kóþ Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Veitingamenn í nektargeiranum ætla að krefjast skaðabóta af ríkinu vegna nýrra laga sem banna nektardans. Davíð Steingrímsson, sem rekur Vegas, segir engan vafa á þessu: „Ég hef ekki brotið nein lög eða reglur og hef fjárfest og stólað á að geta rekið staðinn til 2013, þegar gildandi rekstrarleyfi rennur út.“ Nýju lögin taka gildi 1. júlí. Grétar Ingi Berndsen, sem rekur Óðal, er á sama máli: „Ég er með leyfi til loka árs 2011 sem er tekið úr sambandi og væntanlega verða bætur fyrir það.“ Jafnframt íhuga þeir báðir hvort kæra skuli þingkonuna Steinunni Valdísi Óskarsdóttur fyrir meiðyrði, en hún hefur meðal annars sagt að rekstri nektarstaða fylgi jafnan skipulögð glæpastarfsemi og mansal. Ásgeir Davíðsson, eigandi veitingastaðarins Goldfinger, hefur ekki ákveðið hvort hann fer í skaðabótamál gegn ríkinu, en telur sinn skaða geta numið allt að 800 milljónum króna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að tvær allsherjarnefndir hafi skoðað málið og allir þingmenn séu meira og minna sammála um það: „Þingið setur oft lög sem breyta því sem var áður. Ef menn telja sig eiga rétt á skaðabótum þá verða þeir bara að láta reyna á það.“ Farið hafi verið rækilega yfir málið með tilliti til skaðabótaskyldu. - kóþ
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira