Innlent

Frostavetur á Bretlandseyjum

Þessi hjörtur var í mestu vandræðum með að finna æti í Richmond garðinum í London í gær.
Þessi hjörtur var í mestu vandræðum með að finna æti í Richmond garðinum í London í gær.

Ekkert lát er á frostviðri á Bretlandseyjum frekar en hér á landi þessa dagana og í nótt var um 10 gráðu frost á Suður-Englandi. Búist er við því að snjókoman sem verið hefur í Skotlandi og á Írlandi færist suður á bóginn í dag og hefur hraðbrautum í mið-Englandi þegar verið lokað vegna snjókomunnar.

Raskanir á flug og lestarsamgöngum hafa einnig orðið og meðal annars hefur flugfélaið EasyJet þurft að fresta ferðum auk þess sem Manchester flugvelli hefur verið lokað. Og þótt snjókoman hafi fært sig frá Skotlandi til Englands hefur hún ekki sleppt takinu af Skotum og eru skólar í landamærasýslunum Dumfries og Galloway lokaðir vegna veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×