Lífið

Tekjutengd leiksýning

Munaðarleysingjarnir Bjóða upp á tekjutengda leiksýningu.
Munaðarleysingjarnir Bjóða upp á tekjutengda leiksýningu.

Leikhópurinn Munaðarleysingjarnir sýna nú þrillerinn Munaðarlaus eftir enska leikskáldið Dennis Kelly í Norræna húsinu. Sýningin hefur gengið vel og spurst út.

Tekin var upp sú nýbreytni að hafa aðgangseyrinn tekjutengdan. Þannig borgar lágtekjufólk 2.000 kr., meðaltekjufólk 3.000 kr. og hátekjufólk 5.000 kr. Að sögn Vignis Rafns Valþórssonar leikstjóra virðist lágtekjufólk aðallega mæta í leikhús um þessar mundir, en sumir játa þó á sig hærri tekjur þegar þeir horfa í augu fátækra listamannanna sem settu verkið upp án styrkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.