Litlar líkur á sátt í hvalveiðiráðinu 23. júní 2010 06:00 Á ársfundinum í Agadír. Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, ásamt Ástu Einarsdóttur frá utanríkisráðuneytinu. Nordicphotos/AFP Innbyrðis deilur andstæðinga hvalveiða á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins virðast ætla að koma í veg fyrir að samkomulag takist um málamiðlun, sem fæli í sér takmarkaðar hvalveiðar. Andrúmsloft innan ráðsins hefur þó batnað. „Ég er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist á fundinum,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem staddur er á ársfundi ráðsins í Agadír í Marokkó. Á fundinum, sem hófst á mánudag og stendur fram á föstudag, var lögð fram málamiðlunartillaga sem átti að koma á sáttum milli þeirra ríkja ráðsins sem eru andvíg hvalveiðum og hinna sem stunda hvalveiðar. Tillagan felur það í sér að aldarfjórðungsbann við hvalveiðum verði í reynd numið úr gildi, en í staðinn verði vernd hvala áfram tryggð með því að veita þeim þremur ríkjum, sem enn veiða hvali þrátt fyrir bannið, það er Íslandi, Noregi og Japan, leyfi til að veiða hvali í takmörkuðu magni samkvæmt kvótaúthlutun árlega frá ráðinu. „Fundurinn hefur hins vegar snúist upp í innbyrðis deilur milli andstæðinga hvalveiða,“ segir Tómas. „Sum þessara ríkja eru ekki reiðubúin til að fallast á neina málamiðlun sem fæli í sér aðrar hvalveiðar en frumbyggjaveiðar.“ Þar fara fremst í flokki Ástralía, Brasilía og önnur Suður-Ameríkuríki, ásamt Bretlandi og fleiri Evrópusambandsríkjum. „Við áttum frekar von á að athyglin á fundinum myndi beinast að hvalveiðiríkjunum þremur og andstöðu þeirra við hugsanlegt viðskiptabann,“ segir Tómas, og á þar við hugmynd, sem höfð var innan sviga í texta málamiðlunartillögunnar, um að takmörkuðum hvalveiðum myndi fylgja afdráttarlaust bann við því að selja hvalkjöt milli landa. Hvalveiðiríkin þrjú hafa verið andvíg þessari tillögu. „Fyrir útflutningslandið Ísland væri alls ekki hægt að fallast á takmarkanir á viðskiptum með sjávarafurðir sem aflað er með sjálfbærum hætti,” segir Tómas. Fyrirfram var óvíst hvort þessi tillaga myndi ná fram að ganga á fundinum. Á það hefur hins vegar ekki enn reynt, vegna fyrrgreinds ágreinings milli andstæðinga hvalveiða um kvótaveiðarnar. Tómas segir hins vegar að framtíðarhorfur hvalveiðiráðsins hafi skánað mjög, en fyrir fundinn var almennt álitið að framtíð ráðsins væri í húfi á þessum fundi. Samkomulag þyrfti að takast, annars væri hætta á því að ráðið myndi hreinlega leysast upp eða verða nánast marklaus stofnun. „Það er almennt mat manna að andrúmsloftið innan ráðsins hafi batnað mjög undanfarið ár. Ríki, sem eru á öndverðum meiði, hafa farið að vinna meira saman. Það hafa verið hreinskiptin samskipti, aukin gagnkvæm virðing og betri skilningur á afstöðu hver annars. Þetta vekur vonir um að ráðið geti starfað áfram á næstu árum, þótt samkomulag takist ekki um þessa málamiðlun.“ Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Innbyrðis deilur andstæðinga hvalveiða á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins virðast ætla að koma í veg fyrir að samkomulag takist um málamiðlun, sem fæli í sér takmarkaðar hvalveiðar. Andrúmsloft innan ráðsins hefur þó batnað. „Ég er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist á fundinum,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem staddur er á ársfundi ráðsins í Agadír í Marokkó. Á fundinum, sem hófst á mánudag og stendur fram á föstudag, var lögð fram málamiðlunartillaga sem átti að koma á sáttum milli þeirra ríkja ráðsins sem eru andvíg hvalveiðum og hinna sem stunda hvalveiðar. Tillagan felur það í sér að aldarfjórðungsbann við hvalveiðum verði í reynd numið úr gildi, en í staðinn verði vernd hvala áfram tryggð með því að veita þeim þremur ríkjum, sem enn veiða hvali þrátt fyrir bannið, það er Íslandi, Noregi og Japan, leyfi til að veiða hvali í takmörkuðu magni samkvæmt kvótaúthlutun árlega frá ráðinu. „Fundurinn hefur hins vegar snúist upp í innbyrðis deilur milli andstæðinga hvalveiða,“ segir Tómas. „Sum þessara ríkja eru ekki reiðubúin til að fallast á neina málamiðlun sem fæli í sér aðrar hvalveiðar en frumbyggjaveiðar.“ Þar fara fremst í flokki Ástralía, Brasilía og önnur Suður-Ameríkuríki, ásamt Bretlandi og fleiri Evrópusambandsríkjum. „Við áttum frekar von á að athyglin á fundinum myndi beinast að hvalveiðiríkjunum þremur og andstöðu þeirra við hugsanlegt viðskiptabann,“ segir Tómas, og á þar við hugmynd, sem höfð var innan sviga í texta málamiðlunartillögunnar, um að takmörkuðum hvalveiðum myndi fylgja afdráttarlaust bann við því að selja hvalkjöt milli landa. Hvalveiðiríkin þrjú hafa verið andvíg þessari tillögu. „Fyrir útflutningslandið Ísland væri alls ekki hægt að fallast á takmarkanir á viðskiptum með sjávarafurðir sem aflað er með sjálfbærum hætti,” segir Tómas. Fyrirfram var óvíst hvort þessi tillaga myndi ná fram að ganga á fundinum. Á það hefur hins vegar ekki enn reynt, vegna fyrrgreinds ágreinings milli andstæðinga hvalveiða um kvótaveiðarnar. Tómas segir hins vegar að framtíðarhorfur hvalveiðiráðsins hafi skánað mjög, en fyrir fundinn var almennt álitið að framtíð ráðsins væri í húfi á þessum fundi. Samkomulag þyrfti að takast, annars væri hætta á því að ráðið myndi hreinlega leysast upp eða verða nánast marklaus stofnun. „Það er almennt mat manna að andrúmsloftið innan ráðsins hafi batnað mjög undanfarið ár. Ríki, sem eru á öndverðum meiði, hafa farið að vinna meira saman. Það hafa verið hreinskiptin samskipti, aukin gagnkvæm virðing og betri skilningur á afstöðu hver annars. Þetta vekur vonir um að ráðið geti starfað áfram á næstu árum, þótt samkomulag takist ekki um þessa málamiðlun.“
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira