Lífið

Saknar eiginmannsins

Hilary Duff. MYND/BANG Showbiz
Hilary Duff. MYND/BANG Showbiz

Söng og leikkonan Hilary Duff, 23 ára, á erfitt með að vera í fjarsambandi.

Hilary giftist kanadíska hokkí spilaranum Mike Comrie, 30 ára, í sumar eftir að hafa verið með honum í þrjú ár.

Leikkonan á erfitt með að sætta sig við að Mike þarf að ferðast mikið tengt sportinu og er því sjaldan heima.

„Nú er hann að keppa og ég er ein eftir heima. Mér finnst það erfitt. Hann á eftir að ferðast töluvert á þessu ári og ég er að reyna að sætta mig við það og takast á við söknuðinn," sagð Hilary.

Þrátt fyrir söknuðinn er Hilary enn í sjöunda himni eftir brúðkaupið. Hún segist ekki geta beðið eftir því að eignast barn með Mike en eins og staðan er núna ætla þau að bíða með að stofna fjölskyldu því þau hafa bæði nóg að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.