Háskólakerfi í kreppu 8. mars 2010 06:00 Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun