Innlent

Lögreglan fann 200 kannabisplöntur

Kannabis. Mynd er úr safni.
Kannabis. Mynd er úr safni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á þremur stöðum í umdæminu í gær og í dag. Tvær þeirra voru í austurborginni og ein í Mosfellsbæ.

Við húsleitir á áðurnefndum stöðum fundust samtals hátt í 200 kannabisplöntur. Einnig var lagt hald á ýmsan búnað sem tengist starfsemi sem þessari. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málin, sem öll teljast upplýst, og hafa þeir allir játað aðild sína.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×