Innlent

Inspired by Iceland: Ein og hálf milljón SMS skilaboða

Óli Tynes skrifar

Þegar ferðaiðnaðurinn virtist vera að hrynja vegna eldgosa tóku ríkisstjórnin og félög í ferðaþjónustu saman höndum til þess að laða ferðamenn til landsins og fullvissa þá um að þeir væru ekki í lífshættu ef þeir kæmu í heimsókn.

 

Átakið var skírt Inspired by Icelandi og fól í sér bæði auglýsingar í fjölmiðlum, myndbönd, SMS, Twitter og blogg.

 

Í gær höfðu að minnsta kosti ein og hálf milljón SMS skilaboða verið send og fimm milljónir Twitter skilaboða sem þær Björk Guðmundsdóttir og Yoko Ono áttu heiðurinn að.

 

Í gær höfðu einnig 870 þúsund manns hlaðið niður myndböndum af Inspired vefsíðunni. Meðal þeirra sem eru þar á myndböndum eru Yoko Ono og danski leikarinn Viggo Mortensen. Þau tala einkar hlýlega og persónulega um kynni sín af landinu.

 

Myndbandið með lagi Emiliönu Torrini um hjarta hennar og frumskógartrommuna hefur verið vinsælast og er kallað tær snilld.

 

Um 125 mikilvægir bloggarar hafa fjallað um þetta átak. Þar á meðal er Josh Spear sem New York Times segir að sé ein mikilvægasta röddin á netinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×