Fótbolti

Ari Freyr hefur framlengt samning sinn við Sundsvall

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. Mynd/Daníel

Ari Freyr Skúlason hefur loksins náð lendingu í samningsviðræðum sínum við sænska b-deildarfélagið Sundsvall.

Samningur Ara Freys átti að renna út um næstu áramót en nýi samningurinn er framlenging um eitt ár.

Ari Freyr kvaðst vera ánægður með að þessu samningaferli væri lokið í samtali við Vísi og nú gæti hann bara farið að einbeita sér að því að spila fótbolta.

Ari Freyr ítrekaði jafnframt að í nýja samningnum væri klausa sem segði til um að félög gætu keypt hann frá Sundsvall á ákveðnu verði og það væri mikill plús þar sem hann vonist til að fá tækifæri til þess að spila í betri deild en sænsku b-deildinni.

Ari Freyr lék sitt annað ár með Sundsvall á síðasta tímabili og var einn af lykilmönnum liðsins og spilaði 28 af 30 leikjum á tímabilinu þar sem hann skoraði 5 mörk og lagði upp önnur 9 mörk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×