Innlent

Meirihluti myndaður í Álftanesi

Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem fara með meirihluta í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Álftaness, hafa ásamt einum bæjarfulltrúa Framsóknarflokks og einum bæjarfulltrúa L-lista óháð framboð undirritað yfirlýsingu um samvinnu í bæjarstjórn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Álftaneslisti eru því í minni hluta með einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin náði ekki inn manni í kosningunum.

Samningur við Pálma Þór Másson bæjarstjóra hefur verður framlengdur til lok ársins.

Með aukinni samvinnu í bæjarstjórn eru þeir sammála um að hagur og velferð íbúanna verði tryggður á sem bestan hátt, meðal annars með aðgerðum sem stuðla að því að álögur á íbúa lækki sem allra fyrst, segir í fréttatilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×