Fangar rækta tré, matjurtir og rósir 9. júní 2010 03:00 Frá Kvíabryggju. Fangar á Kvíabryggju eru önnum kafnir við ræktunarstörf þessa dagana. Þeir hafa sett niður 200 kíló af kartöflum. Í dag eða á morgun verður hafist handa við að planta sjö til átta hundruð trjágræðlingum. Ræktun blóma er hafin og rósaræktun í bígerð. Þá er von á slatta af landnámshænum og öndum að Kvíabryggju. Eggin verða notuð við matseld. Þetta segir Geirmundur Vilhjálmsson, forstöðumaður á Kvíabryggju, sem ekki hefur setið auðum höndum að undanförnu. „Beitning í bala fyrir útgerðarmenn hefur dregist svo saman að við ákváðum að skapa okkur aðra möguleika til vinnu," útskýrir hann. „Við notum beitningaskúrinn fyrir hluta af forræktun græðlinga og blóma og ætlum svo að breyta fjárhúsinu á staðnum í gróðurhús. Við greiðum gjöld af þessum byggingum og reynum því að nýta húsnæðið sem við erum að borga af og helst að selja matjurtir og blóm upp í þau útgjöld." Geirmundur hefur ýmsar hugmyndir í þessum efnum. Á hátíðinni „Á góðri stund" sem haldin er í Grundarfirði síðustu dagana í júlí ár hvert er hverfum bæjarins skipt niður í liti. „Ég er með hugmyndir um að rækta blóm í litum hverfanna og fara með flutningabíl sem við eigum inn í Grundarfjörð, setja upp sölubás og selja þar blóm, blómkál, rauðkál, gulrætur og kryddjurtir í kringum þessa hátíð," segir hann og bætir við að uppskeran verði vonandi einnig nýtt í hinum fangelsunum í landinu. Og fleiri nýjungar eru á döfinni. „Við létum plægja upp tvær stórar spildur fyrir okkar kartöfluræktun, sem við vonumst til að fá um 800 kíló upp úr í haust. Öspum hefur verið plantað meðfram annarri spildunni, sem er nokkurn spöl frá fangelsinu, til þess að hún líti út eins og eins konar skrúðgarður. Hugmyndin er að bjóða fólki í Grundarfirði að setja þar niður kartöflur. Þetta er hugsað til að tengja fangelsið betur við Grundarfjörð þannig að fólk fái jákvæða mynd af því sem fram fer hér. Á Kvíabryggju er bara venjulegt fólk." Loks stendur til að girða landareign Kvíabryggju af með 800 staurum sem sóttir hafa verið á Strandir og búið er að ydda. Skurðir utan nytjalands verða fylltir til að endurheimta fuglalíf. Moltugerð er hafin á staðnum og búið er að panta þrjátíu hænur og átta endur. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Fangar á Kvíabryggju eru önnum kafnir við ræktunarstörf þessa dagana. Þeir hafa sett niður 200 kíló af kartöflum. Í dag eða á morgun verður hafist handa við að planta sjö til átta hundruð trjágræðlingum. Ræktun blóma er hafin og rósaræktun í bígerð. Þá er von á slatta af landnámshænum og öndum að Kvíabryggju. Eggin verða notuð við matseld. Þetta segir Geirmundur Vilhjálmsson, forstöðumaður á Kvíabryggju, sem ekki hefur setið auðum höndum að undanförnu. „Beitning í bala fyrir útgerðarmenn hefur dregist svo saman að við ákváðum að skapa okkur aðra möguleika til vinnu," útskýrir hann. „Við notum beitningaskúrinn fyrir hluta af forræktun græðlinga og blóma og ætlum svo að breyta fjárhúsinu á staðnum í gróðurhús. Við greiðum gjöld af þessum byggingum og reynum því að nýta húsnæðið sem við erum að borga af og helst að selja matjurtir og blóm upp í þau útgjöld." Geirmundur hefur ýmsar hugmyndir í þessum efnum. Á hátíðinni „Á góðri stund" sem haldin er í Grundarfirði síðustu dagana í júlí ár hvert er hverfum bæjarins skipt niður í liti. „Ég er með hugmyndir um að rækta blóm í litum hverfanna og fara með flutningabíl sem við eigum inn í Grundarfjörð, setja upp sölubás og selja þar blóm, blómkál, rauðkál, gulrætur og kryddjurtir í kringum þessa hátíð," segir hann og bætir við að uppskeran verði vonandi einnig nýtt í hinum fangelsunum í landinu. Og fleiri nýjungar eru á döfinni. „Við létum plægja upp tvær stórar spildur fyrir okkar kartöfluræktun, sem við vonumst til að fá um 800 kíló upp úr í haust. Öspum hefur verið plantað meðfram annarri spildunni, sem er nokkurn spöl frá fangelsinu, til þess að hún líti út eins og eins konar skrúðgarður. Hugmyndin er að bjóða fólki í Grundarfirði að setja þar niður kartöflur. Þetta er hugsað til að tengja fangelsið betur við Grundarfjörð þannig að fólk fái jákvæða mynd af því sem fram fer hér. Á Kvíabryggju er bara venjulegt fólk." Loks stendur til að girða landareign Kvíabryggju af með 800 staurum sem sóttir hafa verið á Strandir og búið er að ydda. Skurðir utan nytjalands verða fylltir til að endurheimta fuglalíf. Moltugerð er hafin á staðnum og búið er að panta þrjátíu hænur og átta endur.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira