Varar við miklum flýti í aðild að ESB 19. febrúar 2010 01:45 Diana Wallis Varaforseti Evrópuþingsins, Diana Wallis, segir að Ísland yrði langt því frá áhrifalaust á Evrópuþinginu, enda möguleikar þingmanna þar til að vinna málum brautargengi oft meiri en þingmanna þjóðþinga. Fréttablaðið/Vilhelm „Finnist ekki sanngjörn úrlausn í skuldamálum tapa allir,“ segir breski stjórnmálamaðurinn Diana Wallis, en hún er varaforseti Evrópuþingsins. Wallis hélt erindi í Háskólanum í gær undir yfirskriftinni „Icesave, Ísland og Evrópusambandið – hvers skuld er þetta annars?“ Í máli hennar kom þó fram að mikilvægt væri að horfa til ábyrgðar bæði þeirra sem lána og taka lán þegar tekist er á um skuldir og kvaðst hún vona að lausn sem allir gætu sætt sig við varðandi Icesave væri nú að verða til í viðræðulotunni í Lundúnum. Wallis ræddi einnig um hugmyndir um að aðild að Evrópusambandinu (ESB) kynni að hjálpa Íslandi og þá sér í lagi með upptöku evrunnar. „En ég hef alla tíð bent á að það sé engin skyndilausn. Og kannski er það ekki einu sinni lausn. Ef þið viljið ganga til liðs við okkur þá verður það að vera af mörgum fjölbreyttum ástæðum. Ekki bara út af leit að vari í stormi,“ sagði hún og benti á fordæmi Grikklands sem nú á í þrengingum. „Ef evrusvæðið á að virka þá þarf að framfylgja þar ströngum reglum.“ Þá sagði Wallis að þótt aðildarumsókn Íslands að ESB væri að forminu til aðskilið mál frá Icesave, þá réði það kannski dálítið stemningunni. Bretar og Hollendingar gætu mögulega beitt neitunarvaldi þegar umsókn landsins verður tekin fyrir í mars, en það taldi hún engu síður ólíklegt án víðtækara samráðs við önnur ríki. „Möguleikinn er hins vegar til staðar og þess vegna vona ég að skynsamleg lausn finnist í yfirstandandi viðræðum.“ Ísland segir Wallis hins vegar hafa forskot því þar er hafið uppgjör og endurskoðun vegna fjármálakreppunnar. Bretar hafi frestað slíkri naflaskoðun, þótt hennar væri sárlega þörf, fram yfir næstu kosningar. „Erfið reynsla ykkar kann að vera öðrum mikils virði og dæmi sem læra má af,“ sagði hún og kvað heiminn allan þurfa að endurmeta áhættumat á fjármálamörkuðum, jafnt innanlands sem utan. Wallis sagði hins vegar óþarft fyrir Íslendinga að bera kvíðboga fyrir Evrópusamstarfi. Kjósi þjóðin að taka þátt hafi hún margt að bjóða, svo sem sérþekkingu í sjávarútvegi, í orkumálum og málefnum norðurheimskautsins. „Evrópusambandið bíður hins vegar ekki með opna arma, þið þurfið að sýna að þið viljið taka þátt,“ segir hún og varar við flýti í aðildarferlinu. „Þið þurfið að átta ykkur á í hvaða átt er stefnt og vera sátt við þá stefnu.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
„Finnist ekki sanngjörn úrlausn í skuldamálum tapa allir,“ segir breski stjórnmálamaðurinn Diana Wallis, en hún er varaforseti Evrópuþingsins. Wallis hélt erindi í Háskólanum í gær undir yfirskriftinni „Icesave, Ísland og Evrópusambandið – hvers skuld er þetta annars?“ Í máli hennar kom þó fram að mikilvægt væri að horfa til ábyrgðar bæði þeirra sem lána og taka lán þegar tekist er á um skuldir og kvaðst hún vona að lausn sem allir gætu sætt sig við varðandi Icesave væri nú að verða til í viðræðulotunni í Lundúnum. Wallis ræddi einnig um hugmyndir um að aðild að Evrópusambandinu (ESB) kynni að hjálpa Íslandi og þá sér í lagi með upptöku evrunnar. „En ég hef alla tíð bent á að það sé engin skyndilausn. Og kannski er það ekki einu sinni lausn. Ef þið viljið ganga til liðs við okkur þá verður það að vera af mörgum fjölbreyttum ástæðum. Ekki bara út af leit að vari í stormi,“ sagði hún og benti á fordæmi Grikklands sem nú á í þrengingum. „Ef evrusvæðið á að virka þá þarf að framfylgja þar ströngum reglum.“ Þá sagði Wallis að þótt aðildarumsókn Íslands að ESB væri að forminu til aðskilið mál frá Icesave, þá réði það kannski dálítið stemningunni. Bretar og Hollendingar gætu mögulega beitt neitunarvaldi þegar umsókn landsins verður tekin fyrir í mars, en það taldi hún engu síður ólíklegt án víðtækara samráðs við önnur ríki. „Möguleikinn er hins vegar til staðar og þess vegna vona ég að skynsamleg lausn finnist í yfirstandandi viðræðum.“ Ísland segir Wallis hins vegar hafa forskot því þar er hafið uppgjör og endurskoðun vegna fjármálakreppunnar. Bretar hafi frestað slíkri naflaskoðun, þótt hennar væri sárlega þörf, fram yfir næstu kosningar. „Erfið reynsla ykkar kann að vera öðrum mikils virði og dæmi sem læra má af,“ sagði hún og kvað heiminn allan þurfa að endurmeta áhættumat á fjármálamörkuðum, jafnt innanlands sem utan. Wallis sagði hins vegar óþarft fyrir Íslendinga að bera kvíðboga fyrir Evrópusamstarfi. Kjósi þjóðin að taka þátt hafi hún margt að bjóða, svo sem sérþekkingu í sjávarútvegi, í orkumálum og málefnum norðurheimskautsins. „Evrópusambandið bíður hins vegar ekki með opna arma, þið þurfið að sýna að þið viljið taka þátt,“ segir hún og varar við flýti í aðildarferlinu. „Þið þurfið að átta ykkur á í hvaða átt er stefnt og vera sátt við þá stefnu.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira